Skírnir - 01.09.1990, Page 131
SKÍRNIR
LJÓSIÐ SEM HVARF
383
svo var, en væntanlega fellst hver maður á það með mér að sú vitneskja
breyti engu um það hvernig við skiljum kvæðið og metum það. Annað
þarf kannski að vera satt til að kvæðið komist til skila, kannski það að
stúlka geti átt það til að taka til fótanna þegar hún mætir hreppstjóra á
förnum vegi. Eru þetta kannski „almenn sannindi" í skilningi
Aristótelesar, af því tæi sem hann vill hafa í skáldskap ef við tökum
hann á orðinu? Nei, tæplega: hvernig sem það er teygt er lokaerindið
í kvæðinu andskotann ekki alhæfing í þá veru að flestar stúlkur bregðist
svona við hreppstjórum. Svona mætti halda áfram lengi um satt og
ósatt: um gleði á góðum dögum, um sögur sem systur segja bræðrum
sínum og fleira til. Og niðurstaðan af þeim bollaleggingum held ég að
hljóti að verða sú að satt og ósatt breyti litlu og kannski engu um
skilning og gildi kvæðisins. Og svo hin að það sem þar er um að ræða
um satt og ósatt komi engum „skáldlegum sannleika" við, hvernig svo
sem það orðalag yrði útlistað, heldur séu það venjuleg sannindi ein sem
koma við sögu. (Eg held ég eigi að geta þess að ég hef kenningu um
umræddan stað í skáldskaparfræði Aristótelesar. Ég held að það sé ekki
algildi sem hann hefur í huga þegar hann ber saman atburðarás í
harmleik og atburðarás í sannri sögu, heldur rökvísi atburðanna. I
harmleik eru rakin öll rök til þess sem þar gerist, en í því efni verður
venjuleg sagnfræði aldrei nema svipur hjá sjón vegna þess hve lítið við
vitum um það sem gerist í lífinu. Harmleikur er þannig miklu skiljan-
legri en sönn saga. Þess vegna höfum við harmleiki. Um þennan
skilning á Aristótelesi má sannfærast með því meðal annars, held ég, að
hyggja vandlega að orðalagi hans á klausunni sem Vilhjálmur hefur eftir
honum og sama orðalagi á öðrum stöðum í skáldskaparfræðinni.1)
Sannleikurinn kemur víða við í skáldskap. Hér er niðurlag á kvæði
sem heitir „í kirkjugarði“ og er eftir Hannes Pétursson:
Og allir leggja frá sér hin notuðu nöfn
á nýlega spýtu eða stein. Og vinirnir koma
og krjúpa í góðu veðri um helgar á hnjánum,
hengja með varúð niður í Dauðans þögn
mjóa sprota vaxandi viðarróta;
svo þeir sem annars einskis fá að njóta
1 Sjá um þetta efni Þorstein Gylfason: „Skáldskapur og sannleikur", ritgerð
væntanleg í Teningi, lOda hefti.
25 — Skírnir