Skírnir - 01.09.1990, Page 141
SKÍRNIR
MADEMOISELLE S.E.
393
Sigríður var ekki búin að ná sér eftir veikindin, það kom í hana
heilsuleysi. Hún varð lystarlaus og stækkaði ekki. Hún var orðin
verulega aðþrengd þegar farið var með hana til læknis í Stafholti. Hann
sagði ömmu að gefa henni rjóma, þá kom matarlystin og svo fór hún
að stækka. Hún varð stór stúlka á stuttum tíma.
Ömmu þeirra systra lýsir Sigurveig Guðmundsdóttir svo í grein sem
hún skrifaði um Sigríði árið 1973:
Þuríður á Svarfhóli var slík merkiskona að gáfur hennar og manngöfgi var
rómuð um allt héraðið og þó víðar væri leitað.
Mér er í barnsminni, þegar við móðir mín komum gestir að Svarfhóli, ég þá
á fimmta ári. Þuríður húsfreyja lagði hendur á höfuð mér og óskaði barninu
blessunar. Þessa handayfirlagningu hef ég alltaf munað síðan, vegna þess hvað
oft var rifjað upp hvílíkt gæfumerki það væri hverjum þeim, sem hlyti blessun
Þuríðar á Svaríhóli. Geta má nærri, hvað þvílík kona hefur orðið mikill
áhrifavaldur í huga þessarar gáfuðu dótturdóttur. Hver veit, nema hin mikla
félagshyggja og framfarahugur Sigríðar Einars eigi rót sína að rekja til áhrifa
frá ömmu hennar.
Amman hlýtur að hafa séð hvað í stelpunni bjó og óskað hæfileikum
Sigríðar betra hlutskiptis en Þuríði sjálfri hlotnaðist, eins og hún lýsir í þessari
vísu sinni:
Ég held ég verði að láta mér lynda
líf mitt við þessi kjör að binda,
sem aldrei svara til óska né vona.
-Illt er að vera fæddur kona.1
Jóhann gaf með henni þar til hún varð 12 ára. Síðan fer hún að
Munaðarnesi. Stundum var hún hjá Helgu og Jóni Björnssyni frá Bæ,
foreldrum Selmu listfræðings, úti á Akranesi. Þar leið henni vel.
Hún fór í barnaskóla og var hjá kennara sem henni þótti vænt um og
gekk námið vel nema henni gekk ekki vel með reikning. Hún lærði að
skrifa hjá konu sem var góður skrifari en var orðin betri skrifari en hún
eftir hálfan mánuð. Hana langaði í Kvennaskólann og var búin að
útvega sér öll skilríki og vilyrði Einars Hjálmssonar. Hún reið yfir ána
til að ná sér í læknisvottorð. Þá kom Júlíus Halldórsson í heimsókn og
vantaði fóður fyrir hest - Júlíus hafði verið læknir á Klömbrum: „Láttu
mig hafa það, ég tek stelpuna fyrir þig. Hún getur lært hjá mér.“
Sigríður fór til hans og fékk að sofa fyrir ofan vinnukonuna og
1 Sigurveig Guðmundsdóttir: „Sigríður Einars frá Munaðarnesi", Tímarit
Máls og menningar, 34. árg. 2. hefti 1973, bls. 176-183.