Skírnir - 01.09.1990, Page 142
394
VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR
SKÍRNIR
einhvern mat. Hún fékk enga kennslu þar, en var sett í einkatíma hjá
dætrum Halldórs Daníelssonar, Leópoldínu og Sophie. Þær kenndu
henni. Hún sló slöku við námið en var öll í að hugsa um skáldskap og
yrkingar.
Hún varð ráðskona hjá föður sínum í Munaðarnesi 16 ára.
Um tvítugt bauðst henni staða hjá Guðmundi Björnssyni sýslu-
manni á Patreksfirði, móðurbróður sínum. Hún fór þangað haustið
1913, seint - var við fermingu Málfríðar 19. október. Hún vann hjá
Guðmundi þar til hann flutti suður 1918. Síðustu árin var hún sýslu-
skrifari og einnig eitt ár hjá Guðmundi Hannessyni sem tók við
sýslunni.
Á Patreksfirði naut hún virðingar og tók mikinn þátt í félags- og
menningarlífi þar. Þess má geta að hún var viðstödd þegar drengur, sem
hlaut nafnið Jón og var Jónsson, var borinn til skírnar; síðar átti hann
eftir að gera garðinn frægan en þá kallaði hann sig Jón úr Vör. Sigríður
gekkst fyrir því að stofna kvenfélagið Sif sem átti eftir að starfa með
miklum blóma og gera hana að heiðursfélaga sínum.
Næsta ár er hún í Borgarnesi en svo fær hún vinnu á Póstmála-
skrifstofunni og flutti til Reykjavíkur. Þetta þótti góð staða. I Reykja-
vík var mikið húsnæðisleysi. Hún fékk inni hjá tveim kerlingum, svaf
þar á dívangarmi í borðstofunni, önnur hét Marta og var systir
Magnúsar landshöfðingja, hin Ingibjörg frá Odda. Ef frúrnar höfðu
gesti og þurftu að nota borðstofuna mátti hún ekki koma inn - varð að
ganga fram og aftur á götunni í hríðarmuggu þar til veislan var búin.
Málfríður systir hennar heimsótti hana þarna. Þá var nýkomið út
kvæðasafn eftir Gest (Guðmund Björnsson landlækni, tengdason
landshöfðingjans). Bókin hét Undir Ijúfum lögum. Sigríður hafði
ákaflega gaman af henni. Nú vill hún lesa þetta fyrir kerlingarnar, þær
sátu inni í dagstofunni, mektugar, heimaríkar, afgamlar og horaðar.
Létu gott heita og tóku því með þökkum. En svo bauð hún Málfríði að
koma inn fyrir og hlusta. Hún kom rétt aðeins inn fyrir dyrnar og sat
á litlum borðstofustóli. Aldrei hafði Málfríði á ævi sinni liðið eins illa,
eins og undir martröð. Þær létust ekki sjá hana.
Daginn eftir kom hún til Sigríðar, þá gekk hún um gólf með sjal á
herðunum. Þær voru búnar að segja henni upp vegna þess að systir
hennar kom inn. „Þetta heimaríka heldra fólk hér í Reykjavík - það er
ekki ofsögum sagt af því.“