Skírnir - 01.09.1990, Page 148
400
VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR
SKÍRNIR
Mesta athygli vöktu þýðingar hennar á prósaljóðum norska skáldsins
Sigbjörns Obstfelder.
Eftir að Gestur Pálsson birti þýðingar sínar á prósaljóðum Ivans
Turgenjews höfðu nokkur íslensk skáld ort í þeim stíl svo sem Jón
Thoroddsen yngri, Jóhann Gunnar Sigurðsson, Jóhann Sigurjónsson,
Jóhann Jónsson - og nú Sigríður. Hér fer eitt af ljóðum Obstfelders í
þýðingu Sigríðar:
SKÓGARHÚSIÐ
Eg hefi leigt litla, rauða skógarhúsið. Eg flutti borðið mitt út í gamla garðinn.
Stundum drjúpa þungir dropar af grænu blaði uppi í trénu ofan á hálslínið
mitt.
Og eg hlusta á það sem er inni í mér - hvort þar muni vera hallir fullar af
hljóðfæraslætti. Eg loka augunum og ransaka hvort þar muni vera stjörnur
og stórt haf.
Það er svo kyrt. Eg get heyrt fólkið tala, gráta og faðmast í brjósti mínu.
Og litlar, ljúfar hugsanir koma vaggandi með vindinum yfir grasið og
ofurlítill söngvari kemur og sest á greinina uppi yfir mér og segir: Tí, tí.
Stundum heyri ég jódyn langt í burtu. Þá er það ríka stúlkan frá „villunni",
sem kemur ríðandi x síðum, svörtum reiðfötum, með strangleikasvip á
andlitinu og lokaðan munn.
Smám saman kvöldar að í gömlu eikinni. Eg verð þreyttur af að hugsa og
af því að þjást með þjáðum og spyrja með spyrjendum. Fuglarnir hætta að
syngja. Aðeins hamarshögg smiðsins hljóma í fjarskanum.
Eg hefi engan til að bjóða góða nótt. Þess vegna gægist ég inn í smiðjuna,
og segi: Góða nótt, smiður!
Og á meðan eg ráfa heim, hvísla eg: Góða nótt, akur og engi!
Gluggar og dyr standa opnar. Eg sef úti í náttúrunni. Inn í draumana fylgir
mér kvak froskanna og tíst engisprettanna. (Kveður írunni, bls. 84-85)
Sigríður fékk ekki eyri fyrir bókina. Bóksalar sögðu að ekkert hefði
selst - samt hvarf nú upplagið.
I Borgarnesi kynntist hún Halldóru B. Björnsson og þær fara saman
suður 1932. Með þeim var þriðja stúlkan Kamilla Kristjánsdóttir
(Jónassonar af Skarðsætt). Þær settu upp heilmikið fyrirtæki á
Grundarstíg 2. Sigríður og Halldóra saumuðu en Kamilla átti að vera
hárgreiðslukona. Þetta var hálfgert basl. Málfríður bjó hjá þeim einn
vetur þarna. Steinn Steinarr var daglegur gestur, þær héldu honum
uppi: