Skírnir - 01.09.1990, Page 149
SKÍRNIR
MADEMOISELLE S.E.
401
Víst er ég vesall piltur
af vondum heimi spilltur,
og þankinn fleytifylltur
af flestri sorg og neyð.
Um þessar götur gekk ég
og greiða lítinn fékk ég,
af sulti ei saman hékk ég,
og svona er margra leið.4
Þarna í kompaníinu var líka frænka Sigríðar, Þuríður Björnsson. Hún
var að búa til tuskuleikföng, kallaði fyrirtækið Dýragerðina. Um Þuríði
orti Steinn:
Ég átti eina máttuga mörsvon
sú mörsvon var stór og blíð.
Hjá þessari Þuríði Björnsson
er þanki minn alla tíð.
Þær héldu líka sellufundi. Þar kom Gunnar Ben. og fleiri merkis-
kommúnistar.
I húsinu voru þrengsli og þar voru þjófar. Kamilla kunni ekkert að
greiða og loks stakk hún af með manni til Siglufjarðar. Fyrirtækið bar
sig ekki. Sigríður og Halldóra fengu íbúð með Onnu og Guðmundi
Sigurðssyni á Ránargötu 9. Það var sama sagan. Það eltu þær herskarar
af skáldum. Þar kom Ásmundur frá Skúfstöðum. Hann bar óhamingju-
sama ást í brjósti til Halldóru. Og þar kom Karl Isfeld.
Málfríður var á Vífilsstöðum. Þau komu í heimsókn til hennar:
Sigríður, Karl Isfeld og Steinn Steinarr. Þau stungu af út í hraun en
Steinn sat eftir hjá Málfríði grútfúll. Þetta var árið 1934.
Um haustið 1935, 15. október, fæddist henni sonur. Það bar upp á
fimmtugsafmæli Kjarvals. Drengurinn var smár, fæddur þremur vikum
fyrir tímann. Á stofu með Sigríði var Sigrún í Réttarholti að eignast 13.
dótturina. Þuríður Friðriksdóttir ljósmóðir sýndi Sigríði kuldalegt
viðmót, vegna þess að hún var ógift. Síðar átti Sigríður eftir að vinna
mikið og gott starf fyrir mæðrafélagið. Þetta voru erfiðir tímar og
Sigríður átti ekkert nema drenginn sinn, sem hún gaf nafnið Einar
ísaldur. Hún hafði ofan af fyrir þeim með saumaskap.
4 Steinn Steinarr: „Chaplinsvísan, Model 1939“, Kvaðasafn og greinar,
Helgafell, Reykjavík 1964, bls. 109.