Skírnir - 01.09.1990, Page 150
402 VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR SKÍRNIR
Sigríður vann síðan ýmis störf. Var til að mynda ráðskona á matstofu
Náttúrulækningafélagsins í Næpunni um tíma. Síðustu árin, eða frá
1958, var hún gæslukona í Þjóðminjasafni íslands. í félagsmálunum var
hún ódrepandi enda gerðu mörg félög hana að heiðursfélaga sínum.
Ungmennafélag Stafholtstungna, Póstmannafélagið, Menningar og
friðarsamtök íslenskra kvenna og ég hef áður nefnt Kvenfélagið Sif á
Patreksfirði.
Fyrir Kvenréttindafélag Islands vann hún langa tíð, bæði í útgáfu-
nefnd 19. júní og á skrifstofu félagsins.
Jafnframt vann hún stöðugt að ritstörfum, þótt ekki kæmi aftur bók
frá henni fyrr en ljóðabókin Milli lækjar og ár 1956. Síðar komu tvær
ljóðabækur Laufþytur 1970 og I svölu rjóðri 1971. Hún átti ljóð í safn-
ritum og tímaritum, skrifaði smásögur og greinar. Einnig fékkst hún
töluvert við þýðingar.
Síðustu æviárin bjó Karl Isfeld hjá henni og syni sínum. Hann leitaði
athvarfs hjá henni, eftir tvö misheppnuð hjónabönd, fársjúkur maður.
Hún annaðist hann. Hann náði nokkurri heilsu og vann að því verki
sem hann lagði hvað mesta alúð við og allan sinn metnað í, þýðingu á
finnska kvæðabálkinum Kalevala. Karl dó haustið 1960, aðeins 54 ára
gamall, frá því verki ófullgerðu. Sigríður bjó seinna bindi Kalevala til
prentunar og lauk verkinu. Hún þýddi ein lokasönginn. Henni fórst
það svo vel úr hendi að það er mál manna að ekki verði séð hvar hún
tók við.
Eg lýk þessum orðum með erindi úr lokasöng Kalevala í þýðingu
Sigríðar Einars frá Munaðarnesi:5
Undrist ei þótt kveði ég kvæði,
kyrjað söng minn hef ég löngum.
Nam ég fátt og frama smáan
fékk í æsku, því kenndi græsku.
Spakleg orð ég ungur lærði
öll af vörum fólks og svörum,
frá þeim lærðu lítt ég heyrði,
léttur er malur heimaalins.
5 Kalevala. Síðari hluti, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1962, bls.
184.
Að stofni til er grein þessi erindi flutt á Málfríðar-þingi sem Félag áhuga-
manna um bókmenntir gekkst fyrir á Hótel Loftleiðum 4. júní 1988.