Skírnir - 01.09.1990, Page 154
406
GUÐBERGUR BERGSSON
SKÍRNIR
hún leit undir ræksnið rak hún upp stutt en dimmt meyjarlegt óp,
sambland af furðu og ánægju: doktorinn hafði skilið eftir haug af sandi
og óhreinindum í felum undir því. Við þá sýn leiddi hún á vangann og
lygndi aftur augunum með talsverðum vængjaslætti augnalokanna og
einkennilega blíðu brosi á vör.
Mér fannst að hún hefði líklega alltaf verið furðu lostin hrein en
illkvittin mey og var það jafnvel enn, komin á níræðis aldur. Ur þeim
föla grámyglulega svip, sem er oft á gömlu örlítið rauðbirknu fólki,
skein sakleysið dæmigert, einkum ef komst óvænt upp um eitthvað illt
sem hefði legið í leynum en hana grunað alltaf. Að gömlum ramm-
íslenskum sveitasið hafði hún bestu skemmtun af ótukt og illyrmis-
hætti, í bland við bóklegar menntir.
Þrátt fyrir það að hún hefði siglt lengst af ævinni milli ótal blind-
skerja í sálinni og öðlast mikla og óþægilega lífsreynslu, bæði vegna
sjúkdóma og andlegs andstreymis, bar hún heldur lítið skynbragð eða
var beinlínis blind á annað fólk en þær persónur sem komu fyrir í
sögum. Lífsreynslan hafði ekki gert hana glöggskyggna. Aftur á móti
varð hún gjarna að hörðum sérfræðingi á sviði sannleika og fagurfræði
ef um var að ræða fólk úr veruleikanum sem hafði slampast vegna
hégómlyndis með pukurslega upplogið líf sitt inn í minningabækur
með aðstoð lélegra penna. Að hennar viti voru lifandi manneskjur
annað hvort góðar eða illar; oftast foröð eða hreinir dýrlingar.
Þótt hún teldi sig vera trúlausa hvað guð varðar, var hún að þessu
leyti bæði biblíuleg og bernsk í anda. Að mörgu leyti var hún barn
ævilangt, stríðin, hörð og hrekkjótt við aðra en viðkvæm kvika ef kom
að henni sjálfri. Samt átti hún það til að ausa yfir sig háði, en það var
líka kjass og gælur við sálarkvikuna, því skopið endaði jafnan á uppgjöf
eða vorkunnsemi.
Eftir slíka aðgangshörku í eigin garð varð hún örlítið ringluð og
hvarf inn í sig. Hún virtist vera að skyggnast um og gæta að uppruna
og eðli sínu, án þess að hún kæmi auga á haldgóða skýringu á tilveru
sinni. Að svo búnu stóð hún snöggt upp af stólnum og gekk hratt inn
til sín.
Litlu síðar barst kæfandi hóstakjölt frá henni. Það var eins og íbúðin
væri orðin að lunga sem ætlaði þá og þegar að kafna. Eg heyrði sama
hóstann á nóttinni á dívaninum mínum, vegna þess að svefnbekkurinn
hennar var hinum megin við vegginn. Þegar ég vissi að hún hefði fengið