Skírnir - 01.09.1990, Page 157
SKÍRNIR J ÞESSU HERBERGI HEFUR BÚIÐ DOKTOR'
409
skáldskaparins með kolum úr skáldskaparæð sinni þannig að gufan
sprengdi öryggisventilinn og brytist fram með fullri orku á réttum tíma
storknunar; hún hleypti gufunni smám saman út á meðan þrýstingur-
inn var aðeins hálfur og þá með tali, frásögum um efni hennar. Það er
jafn flókin og mikil list að kunna að kynda undir gufukatli skáldskapar-
ins, finna réttan þrýsting, hvenær megi hleypa orkunni út, og það að
finna efni hennar, hið kvika vatn. Margir listamenn flaska á því að
hleypa listinni út með „tali“ áður en efni hennar er orðið nógu sjóðandi.
Þegar því er svo hleypt út, segja hinir fávísu:
„Mér fannst þetta vera miklu betra þegar hann sagði frá því.“
Ég dreg þá ályktun að Málfríður hafi verið ein af þeim sem kunni
ekki að kynda katla sína, vegna þess að Ingibjörg, hinn leigjandinn hjá
henni, sagði mér að hún hefði fremur „rætt um“ það að skrifa en „setið
að“. Kannski hefur veikur líkami hennar ekki þolað langar setur yfir
efninu; en ég held að það hafi verið öðru fremur sálin sem átti bágt með
að staldra við ákveðið efni. Málfríður var tvífætt ljóð á eyðimerkur-
göngu sinni um... hvað?... Að segja „... um skilningsleysi landa sinna“
er of einfalt mál og margtuggið.
Þegar við sátum við eldhúsborðið, og hún sagði í tuldurslega lágum
tón frá einstökum atriðum í lífi sínu, heyrðist í henni sár kumrandi
hlátur, með örlítilli fyrirlitningu eða undrun yfir vonsku mannanna. I
lokin setti hana hljóða. Sá sem þekkti hana vissi að hún hvarf aftur til
bernskunnar eða inn í tíma fyrir minni hennar, þar sem kvölin bjó
óskiljanleg og dimm: móðir hennar dó við þá raun að reyna að fæða
hana í heiminn.
I þeirri dulúð dauða og lífs lifði Málfríður síðan: í stríðri þrá og löng-
un til að lifa og vita. Hana langaði öðru fremur að þekkja það sem hafði
svipt hana móðurinni þegar hún fæddist og hún hafði sjálf staðið oft
andspænis seinna í lífinu en fann þrátt fyrir það enga skýringu á því:
dauðann.
Að leiðslu lokinni gaut hún upp gráum augum, sjúkum af gláku,
brosti með örlítið skakkan munn og sagði:
„Ó, augun í mér!“
Þannig var bæn hennar til birtunnar og ljóssins. Hún braust oft fram
eins og út í hött og af engu tilefni: „Ó, augun í mér!“
Nokkrum dögum eftir að ég hafði fjarlægt teppið, borið það niður
í kjallara, komið mér fyrir með dívan, borð og svarta eldhúskollinn