Skírnir - 01.09.1990, Side 162
414
GUÐBERGUR BERGSSON
SKÍRNIR
henni hafði hún reynt að læra af vini sínum, Þórði Sigtryggssyni, hag-
kvæma aðferð við að komast inn í heim tónlistarinnar. Sú áreynsla
leiddi aðeins til lærdóms, því hún gat lært nöfn á tónverkum og hver
hefði samið þau, en eyrað var jafn lokað og áður fyrir innihaldinu,
hljóminum.
Ég var ekki eini leigjandinn í íbúð Málfríðar sem var á efstu hæð og
þannig gerð að þegar inn kom var herbergið mitt á ganginum móti
dyrunum. Við hliðina á því var stór stofa með miklum gluggum. Þar
hreiðraði hún um sig og naut allrar þeirrar sólar sem skein. Á móti
stofunni var eldhúsið. Inni af ytra ganginum var annar, gluggalaus með
örlitlu klósetti, og að honum vissu tvö herbergi með sér baðherbergi.
Þetta leigði Ingibjörg Benediktsdóttir, kona á svipuðum aldri og Mál-
fríður. Hún var há og myndarleg frú frá Akureyri sem alltaf virtist vera
innilega glöð.
Ingibjörg var svo ljóðelsk að Málfríði fannst nóg um. Vitnaði hún í
ljóð stóð Ingibjörg aldrei á gati. Fyrir eitt ljóð, sem Málfríður tuldraði,
fór Ingibjörg skærum rómi með fimm eða sex.
I daglegri umgengni virtum við hvert annað, vorum aldrei inni á
herbergjum, eins og það heitir í heimavistum, ljóðalestur og umræður
okkar í milli fóru fram í eldhúsinu, á hlutlausu svæði, samkomustað þar
sem við blönduðum geði hvert við annað. Eldhúsið var málað í dimm-
bláum álfahallarlit. Vegna blámans var birtan í því ekki sem best. Það
var jafnvel fullt af skuggum um hábjartan dag og þægilegri dulúð á
sumrin, maður sat þar hjúpaður töfrabirtu sem bauð upp á dularfulla
atburði.
Við elduðum öll á sömu eldavél, hvert okkar hafði sína plötu svo
aldrei yrðu árekstrar yfir pottunum. Á vélinni stóð gufan upp af fiskn-
um hjá mér, kryddilm lagði af réttum Ingibjargar, en hafragrauturinn
brann við hjá Málfríði.
Það var einhverju sinni að Málfríður ákvað að sjóða sér hrossabjúga,
ég sauð mér fisk að vanda, en Ingibjörg ætlaði bara að elda grjónagraut.
Málfríður þurfti aðeins að hita upp bjúgað og það var því tilbúið á
undan máltíð okkar Ingibjargar, sem var sannkölluð frú og átti talsvert
af búsáhöldum, meðal annars nokkra stóra og heimilislega potta.
Grjónagrauturinn mallaði í einum þeirra. Hún var ekki í eldhúsinu
þegar Málfríður veiddi bjúgað upp úr potti sem var fremur kastarhola
en pottur.