Skírnir - 01.09.1990, Síða 164
416
GUÐBERGUR BERGSSON
SKÍRNIR
Skömmu síðar flutti hún og gaf þá einu skýringu, að engin leið væri
að vera með öðrum í eldhúsi, ef vel ætti að vera hvað varðar elda-
mennsku.
Það var hverju orði sannara.
Eftir að Ingibjörg fór færðum við Málfríður út kvíarnar, hvort með
sínum hætti: ég flutti í það sem hafði verið leiguríki Ingibjargar en
Málfríður hugðist gera herbergi doktorsins að væntanlegri bókmennta-
stofu þar sem hana dreymdi um það að starfa endalaust að skriftum,
hvött af meðbyr í dagblöðum, frægð í fjölmiðlum - í þeim fékk hún
ótal viðtöl - en ekki síst höfðu heimsóknir innilegra aðdáenda hvetjandi
áhrif á hana.
Með hliðsjón af nýjum viðhorfum, prýðilegum tækifærum og
breyttum viðhorfum hennar til lands, lesenda og þjóðarinnar allrar,
loksins þegar undrið hafði gerst og langþráð „viðurkenning“ fékkst, þá
bað hún mig að vera svo vænan að flytja dótið mitt út en ritbúnað
hennar inn, stafla af bókum, tvo skápa, eitt skrifborð og annað sem þeir
þurfa á að halda sem hyggjast semja bókmenntir á heimsmælikvarða
um endalausa framtíð.
Allt var þetta einhvern veginn dapurlegt í mínum augum, að sjá
hvernig gömul kona glataði gagnrýnu hugarfari sínu og hvarf án
andstöðu eða mótþróa inn í andlega gláku samtímans þar sem sjón-
sviðið var næstum ekkert nema í kringum sjálfsdýrkunina. Hún
gleymdi gersamlega að fagurgalinn hér á landi gat ekki enst lengi vegna
þess rysjótta veðurfars og andlegu dynta sem ríkja á íslenska menn-
ingarsviðinu: í gegnum upphafið kjaftæðið grisjar strax í galtómið; vitið
heldur ekki vatni og byrjar að væta lökin þegar minnst varir og dóm-
greindin liggur í lamasessi.
Smám saman kynntist ég Málfríði betur. Sjón hennar minnkaði
stöðugt vegna glákunnar, heyrnin þvarr og líkaminn varð hrumur, þess
vegna gerðist ég á vissan hátt leigjandi og augnsveinn hennar. Ég keypti
fyrir hana það litla sem hún borðaði og fylgdi henni stöku sinnum í
heimsókn til Margrétar, ekkju Þórbergs Þórðarsonar, sem dvaldi á
Elliheimilinu við Dalbraut. Og þegar Málfríður frétti að ég hefði eitt
sinn starfað sem hjúkrunarmaður kom hún því til leiðar, með kisu-
legum væl og talsverðum kveinstöfum, að ég bankaði á henni bakið til
þess að koma lífi í hálflömuð lungun. Þannig losnaði hún við að fara
reglulega upp á Vífilsstaði. í þokkabót kom hún oft á mig uppvaskinu,