Skírnir - 01.09.1990, Side 165
SKÍRNIR „í ÞESSU HERBERGI HEFUR BÚIÐ DOKTOR'
417
stundum sæg af óhreinum bollum, þegar hún varð svo fræg að umbóta-
sinnaðar, velstæðar og róttækar konur, á dekurkantinum í fjölskyldu og
þjóðlífinu, sóttust eftir að heimsækja hana, drekka með henni kaffi, éta
umlandi marmaraköku úr hringforminu og dvelja stundarkorn með því
sem ég heyrði að þær kölluðu „Aldið kraftaverk“.
Málfríður átti að hafa sannað, að áttræðum kerlingum eru allir vegir
færir, ef þær eru á annað borð konur. Elli sannra kvenna var því ekkert
dónaleg.
Maður heyrði hvernig þær róttæku reyndu að viðhalda telpunni í sér
með sérstökum skríkjum sem kölluðust á við dillandi hlátur þroskaðra
menntakvenna eða þær ráku upp ögrandi rauðsokkulegar rokur. Þær
tömdu sér tilgerðarlega látlausa framkomu og reyktu danska dömu-
vindla.
Þegar þær voru búnar með marmarakökuna fóru þær niður stigann
með háværu sjálfsmeðvituðu skvaldri, svo það færi ekki fram hjá
neinum í húsinu hverjar væru í heimsókn, og skildu eftir óhreina bolla
og skálar sem áttræða kraftaverkið hafði hvorki getu né sjón til að þvo.
Þótt Málfríður Einarsdóttir hefði stundað bókmenntir og listir
ævilangt fór það fram hjá flestum. Hún varð skyndilega „fræg“ með
afar íslenskum hætti, og það var snúist svo mikið kringum hana að engu
var líkara en fjölmiðlar og kvenfólk ætluðu að klappa líf hennar upp,
setja ævi hennar á svið og éta síðan bæði hana og kökurnar úr hring-
forminu upp til agna. En það leið ekki á löngu áður en hún varð ein og
yfirgefin á ný, með jafn skjótum og þjóðlegum hætti og hún hafði áður
orðið „fræg“ sem fjölmiðlamatur, þegar að síldarævintýri sagna hennar
var lokið. Eftir síðustu hrotuna snerist ekkert í kringum hana annað en
dapurlegur tómleiki.
í ellinni átti gamla konan jafn erfitt með að átta sig á hrifningu
kvenna, en tómlæti þeirra síðar, og hún hafði staðið ráðþrota yfir litlum
áhuga karlmanna á verkum hennar meðan hún var ung og þeir
allsráðandi. Tómleikinn var sá sami. Hann var sárastur í herbergi
doktorsins, það varð að eins konar gulmáluðu grafhýsi vonanna:
skrifborðið og bókaskápurinn voru orðin að legsteinum listanna.
Málfríður Einarsdóttir frá Munaðarnesi hafði gefið út sína fyrstu
bók þegar hún var um áttrætt. Látið var í veðri vaka, í auglýsingarskyni,
og vegna þarfa jafnvel hundheiðins fólks fyrir kraftaverk, að hún hefði
byrjað að skrifa á elliárum, með sama hætti og sumir karlar fara þá að