Skírnir - 01.09.1990, Page 166
418
GUÐBERGUR BERGSSON
SKÍRNIR
mála, og hún þótti sýna einstaka snilld. Sannleikurinn var aftur á móti
sá að hún hafði verið að skrifa ævilangt og var ein af þeim örfáu mann-
eskjum sem lifa og hrærast í bókmenntum frá barnæsku. Þetta átti hún
sameiginlegt með systur sinni, Sigríði Einarsdóttur frá Munaðarnesi.
Líf þeirra var mótað af sterkri listþrá og þörf fyrir andlegar víddir. Þær
höfðu farið ungar til útlanda, milli heimsstyrjaldanna, með það í huga
að tengjast listum og menningu hins svonefnda stóra heims og reyna
síðan að stuðla að því að íslensk list yrði alþjóðlegri en hún var á
þessum tíma. Að þeirra skilningi var þjóðleg list alþjóðleg.
Þetta átti ekki einvörðungu við um bókmenntir, heldur aðrar
listgreinar. Málfríður hafði t.a.m. prýðilegt vit á myndlist, næman
smekk fyrir litum, gildi þeirra, hvort sem þeir voru einstæðir, samstæðir
eða runnu hver inn í annan. Hún saumaði fagurlega í teppi og hefði
tekið undir með ítalska skáldinu Ungaretti, þar sem hann segir í ljóði:
Teppi
Sérhver litur breiðist út og er
ofinn í marga liti
Þannig verða þeir einmanalegri ef þú skoðar.
Málfríður var afar geymin á form, mundi vel það sem hún sá, var form-
ræn sem manneskja, felldi orð og æði í knappan stíl og gerði framkomu
sína að safni forma; það sama er að segja um hana sem skáld. Hún var
samofin listinni og listirnar voru henni eðlilegar. Hún mundi eftir
sumum smæstu atriðum í verkum Míkels Angelos í Sixtinsku
kapellunni í Róm, þótt hún hefði séð þau aðeins einu sinni, á ferðalagi
með Margréti Þórbergs sem hafði það eitt að segja um Péturskirkjuna:
„Hún er feikilegt gímald!"
Hjá Málfríði var aldrei að finna slíkt gímald hástemmdra en um leið
tómlegra viðbragða við afrekum í listum eða vísindum, ekki einu sinni
í gamni. Allt sem hún sá í útlöndum var vandlega skoðað, með það í
huga að flytja það í huganum heim, að færa öðrum þó ekki væri annað
en fátæklegan óm af fegurðinni.
Með því að systurnar voru fremur snauðar, reyndu þær í dvöl sinni
erlendis að hafa ofan af fyrir sér með því að sauma eða þjóna á heim-