Skírnir - 01.09.1990, Page 167
SKÍRNIR „í ÞESSU HERBERGI HEFUR BÚIÐ DOKTOR'
419
ilum. Málfríður komst á unga aldri aðeins til Danmerkur, en Sigríður
alla leið til Þýskalands. Með því að hún hafði lítið fé handa á milli, en
þýskir kennarar voru dýrir og hana skorti nægilega undirbúnings-
menntun til að komast í skóla, fékk hún tilsögn í þýskri tungu hjá
ungum erlendum námsmanni sem kynnti henni líka menningu landsins
og bókmenntir þess. Löngu seinna átti hún eftir að fá bréf frá honum,
þegar hann varð forseti Ungverjalands.
Þótt Málfríður færi til Danmerkur var draumur hennar að sjá
Frakkland. Hún talaði oft um draum sinn að komast til Parísar, ef ég
var á leið suður á bóginn. Mér datt í hug að taka hana með í viku, og
hún mæltist til þess svo hún gæti skoðað Parísarborg. En jafnvel ég, sem
gef lítið fyrir venjuleg viðhorf, var samt svo bundinn af þeim að mér
fannst einhvern veginn óviðeigandi að „fara að flækjast með gamla
kerlingu til Parísar; hvað ætli fjölskylda hennar héldi og aðrar kerlingar
segðu?“
Eftir reynsluríka dvöl erlendis sneru systurnar heim til íslands. í
Reykjavík var bara litið á þær sem skrýtnar kerlingar, en hvorug gafst
upp nema að vissu marki, sem er á margan hátt verra fyrir listamanninn
en það að bíða algeran ósigur: það að þrauka að vissu marki er líkt því
að lifa við og bíða daglegan ósigur endalaust.
Málfríður fór að gefa sig að þýðingum, Sigríður gerði það líka og
hefur eflaust átt stærri þátt í þýðingunni á Kalevala en sá sem er
skrifaður fyrir henni. Annars fór líf hennar aðallega í það að elda ofan
í og fórna sér fyrir aðra, milli þess sem hún hlustaði þolinmóð á gorgeir
og drykkjuraus skálda og menntamanna sem höfðu lokast „sem
snillingar“ inni í fálæti samtímans.
Örlög Málfríðar voru á vissan hátt verri en þó skárri: hún varð
helsjúk af berklum; en þannig fékk hún nægan tíma til að lesa og skrifa
í rúminu. Hún var sprautuð lyfjum og missti við það hárið að miklu
leyti. Allt fældi hana frá eðlilegum tengslum við aðra menn. Hvernig
gat hið heilbrigða íslenska samfélag, með sitt fagra mannlíf sem lifði
andlega helst á því að atast í öðrum, annað en hlegið að konu sem var
skrýtin, hálfsköllótt með píanófætur og þóttist vera skáld að auki? Þetta
gekk svo langt, að þegar hún ætlaði að leita á náðir frægasta skálds
landsins um þessar mundir - metsöluhöfundarins sem þá var og hirti
alla opinbera styrki - Elínborgar Lárusdóttur, skellti hún hurðinni á
„þessa gufu“.