Skírnir - 01.09.1990, Side 169
SKÍRNIR J ÞESSU HERBERGIHEFUR BÚIÐ DOKTOR"
421
gleyptur með húð og hári við útkomu fyrstu bókar; ef hann birtir aðra
leggja menn kollhúfur spaklega, en við þá þriðju, þegar hann byrjar að
ná þroska og verða sjálfstæður, kveður við annan tón í söngglaða
bókmenntakórnum:
„Æ, þetta er allt sama tuggan! Hann er bara að endurtaka sig.“
Skáldkonur virðast hljóta sömu örlög og karlmenn í þessum efnum,
að minnsta kosti hurfu kvenaðdáendur Málfríðar með jafn skjótum
hætti við þriðju bók og þá dreif að við fyrstu.
Málfríður átti í erfiðleikum með að átta sig á lögmálinu og þorði ekki
að kenna kynsystrum sx'num um fall sitt. Á þessum árum kvenlegs
ofstækis, þegar menntaðar konur risu upp úr ímyndaðri öskustó, gat
verið hættulegt fyrir framtíð höfunda að þora að sjá að venjuleg íslensk
frekjulæti væru annað en áhugi á bókmenntum eftir konur. í stað þess
að opna augun fyrir veruleikanum, skellti hún skuldinni af falli sínu á
bakaraofninn í eldavélinni sinni.
En kannski átti Ríkisútvarpið sökina.
Þegar frægðarljómi Málfríðar var mestur, ákvað hún í gleði sinni að
ferðast til Kaupmannahafnar í desember, þrátt fyrir háan aldur og
hrumleika. Eg var þá einn í íbúðinni.
Síðla dags í jólavikunni var hringt og mér tilkynnt að mér hefðu
verið veitt árleg útvarpsverðlaun. Á sama hátt og Málfríður ákvað ég nú
að njóta sælunnar, ekki með ferð til Kaupmannahafnar heldur því að
snara mér út í Kjötmiðstöðina, kaupa vænan bita af svínakjöti og steikja
hann í ofninum.
Málfríður hafði fyrir sið, ef von var á gestum, að klessa deigi í hring-
form og baka marmaraköku. Meðan bókmenntakonur voru daglegir
gestir hjá henni í miðdagskaffi vann hún baki brotnu á morgnana við
að færa formið með marmaradeigi í ofninn. Nú stakk ég svínakjötinu
mínu í hann. Næstum á sömu stundu gaus upp ótrúleg bræla sem engin
leið var að hemja. Ég dreif því kjötið út, kastaði því og hvarf aftur að
fiskinum.
Þegar Málfríður sneri heim reyttust síðustu aðdáendurnir utan af
henni, hvernig sem hún reyndi að klessa í ofninn handa þeim. Þá fann
hún að eitthvað hafði breyst, ljóminn var næstum horfinn. Og þegar
hún fór að velta þessu fyrir sér, fann hún fremur með tungunni en
rökum að hnignandi vinsældir stöfuðu af því að svínakjötsbragð væri
komið af marmarakökunum. Fyrst reyndi hún í örvæntingu að baka