Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 180
432
PÁLL SKÚLASON
SKÍRNIR
rangt, hvað sé fagurt og hvað ljótt, hvað sé satt og hvað ósatt. Vandinn
er hins vegar sá að þetta sjálf er sjálft óraunverulegt, það á sér enga fasta
stöðu í heiminum, því að heimurinn skilgreinist af því að vera heimur
sjálfsins, heimur minnar eigin reynslu og upplifana og er þess vegna
þegar upp er staðið ekki annað en hugarburður sjálfsins, svið alls þess
sem ég get skynjað, skoðað eða ímyndað mér.
Kjarni málsins er sá að heimsmyndin með sínar þrjár hliðar sem ég
hef lýst er ekki aðeins ósamkvæm og mótsagnakennd, heldur stangast
hún á við veruleikann. Við vitum að það er eitthvað bogið við
heimsmynd nútímans án þess þó að geta sagt nákvæmlega hvað er að
og hvað er til ráða. Þess vegna hvíla á okkur verkefni sem við vitum
ekki almennilega hvernig við eigum að taka á og þar með stöndum við
frammi fyrir erfiðleikum sem við kunnum ekki almennilega að skil-
greina.
III
Hér tel ég að rithöfundar hafi ærið verk að vinna, því að þeir ráða yfir
tæki sem þarf til að takast á við vandann. Þetta tæki er frásögnin, sem
rithöfundurinn getur að sjálfsögðu beitt til góðs eða ills, til að falsa og
ljúga eða til að leiða hið sanna og rétta í ljós. Erfiðleikarnir, mót-
sagnirnar, ósamkvæmnin og sjálfsupphafningin sem tengjast heims-
mynd nútímans og skilningsleysi okkar á sjálfum okkur og veröldinni
virðast mér fyrst og fremst spretta af því að við höfum til þessa verið
þolendur sögunnar. Sannleikurinn er sá að sagan er orðin okkur
óþolandi, ef ég má orða það svo. Heimsmynd okkar er í hnút vegna
þess að hún er afsprengi sögu sem er orðin svo þvælin og leiðinleg að
við spyrjum ekki lengur „hvað svo? - hvað svo?“, heldur hugsum um
það eitt að drepa tímann með því að láta einhverja strauma líða um
andlaust sálartetrið. Skyldu þjóðirnar í Austur-Evrópu gera sér grein
fyrir því að frelsið sem þær geta sótt til þjóða í Vestur-Evrópu er frelsi
til að láta sér leiðast í verslunarhöllum, þar sem fólk skiptist á öllu og
ekkert skiptir máli annað en viðskiptin?
Samt vitum við, án þess þó að geta sagt okkur það sjálf, að saga
mannkynsins er rétt að hefjast, að þessi fimm þúsund ár sem sögur fara
af eru sennilega ekki einu sinni formálsorð þeirrar sögu sem mannkynið