Skírnir - 01.09.1990, Page 183
SKÍRNISMÁL
„Víðar er guð en í Görðum”
Hugvekja um mannlegfræði
Á þessum misserum finnst mörgum hrikta í undirstöðum íslensks
þjóðfélags og menningar. Menn spyrja: „Hver erum við? Hvert
stefnum við?“ Slíkar spurningar sýna okkur að vandi íslensku
þjóðarinnar er miklu fremur andlegur en tœknilegur og fjárhagslegur.
Svo ég vitni í heimspekinginn Mikael M. Karlsson, þá á sá maður
erfitt sem þekkir ekki sjálfan sig:
Sá sem þekkir ekki sjálfan sig, sá sem til dæmis skilur ekki eigin hæfileika,
eigin tilhneigingar, eigin getu, eða eigið eðli og gerð er ekki líklegur til að lifa
góðu og ánægjulegu lífi. Honum hættir til að ráðast í verk sem hann ræður
ekki við, eða sem henta honum illa. Og honum hættir einnig til að sjást yfir
hvað hentar honum vel. Slíkur maður er ævinlega fúll, honum er illa við
sjálfan sig og þess vegna illa við aðra. Hann er órólegur og ósáttur - en hann
skilur ekki af hverju. [...] það sem ég hef sagt hér um einstaklinga á að mínu
viti jafnt við um þjóðir. Þjóð sem þekkir ekki sjálfa sig er illa í stakk búin til
að skapa þegnum sínum þau lífsskilyrði sem þeir eiga skilin. [...] Ég tel að
okkur landsmönnum hafi sést yfir ýmislegt sem þó ætti að skipta miklu máli
í skilningi okkar á veruleika íslenskrar þjóðar á síðari hluta tuttugustu aldar.1
Mannleg fræði, þ.e. hugvísindi og félagsvísindi, fjalla um menningu
þjóðanna sem atferli er markast af sjálfsaga og rækt andlegra verðmæta
jafnt sem þjóðfélagslegra framfara. Þau fjalla um hugsun og hugmyndir,
um tungu og bókmenntir, um sögu, trú og list, um lífsgildi, og um
þjóðfélagið frá mörgum sjónarhornum, skoðað rýninni sýn.
Öllum Islendingum eru ljós fyrirheit tœkninnar. Tæknin og tækni-
vísindin bjóða upp á margvíslega möguleika til lausnar efnalegs vanda
og til eflingar iðnaði og atvinnu. Enda er ekki horft í kostnað þegar
raforkuframkvæmdir eru á dagskrá, svo að dæmi sé nefnt.
1 Mikael M. Karlsson, „Smáræða", „Við erurn gestir og hótel okkar erjörðin “,
Líf og land, Reykjavík 1989, s. 43.
Skírnir 164. ár (haust 1990)