Skírnir - 01.09.1990, Page 186
438
ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON
SKÍRNIR
fólki tekst að lifa af í sínu umhverfi, vinna bug á innri og ytri erfið-
leikum og eignast heill og farsæld.
Frá þessu sjónarhorni fá rannsóknir á þjóðfélagi okkar og menningu
mikið vægi. Efnalegar framfarir lenda fljótt í blindgötu, styðjist þær
ekki við mannrækt og þjóðfélagslega uppbyggingu sem grundvallast á
þekkingu og hæfninni til þess að skoða fyrirbærin af djúpsýn.
Gagnsemi hugvísinda ogfélagsvísinda
Allir vita að í iðnaði og atvinnulífinu öllu skipta orkulindirnar höfuð-
máli. Mesta orkulind landsins er samt mannfólkið. Maðurinn er partur
náttúrunnar. En um leið sker hann sig úr henni sem andleg vera. Hann
yfirstígur mörk hennar, er „transcendent". Hann einn getur spurt
spurninganna: Hver er ég? Hvert stefni ég? Hugsun mannsins, tilfinn-
ingalíf hans og aðrir andlegir þættir eru því nauðsynleg forsenda allrar
tilveru hans. Það er köllunarstarf allra hugvísinda, og þar með teljast
félagsvísindin, að fjalla um og efla allt efnalegt og andlegt líf mannsins,
menningu hans, verkmenningu og félagslegan velfarnað.
Sjálfstæði Islands hvílir á mörgum undirstöðum. Sjálfstæði þjóðar er
ekki aðeins það að vera laus undan yfirráðum annarra þjóða, heldur
einnig að vera bundinn, að vera skuldbundinn heilbrigðu lífi á öllum
sviðum, er mótast af siðrænu og ábyrgu viðhorfi og stefnir að því lífi
sem er í samrcemi við eðli þjóðarinnar.1
Sjálfstæði íslensku þjóðarinnar er því undir því komið að hún rækti
þennan skilning og þessar dyggðir með sjálfri sér. Vinni að dýpri
skilningi á landinu og fólkinu. Þetta tvennt, landið og fólkið, fór ætíð
saman í huga eins þekktasta náttúruvísindamanns Islendinga, Sigurðar
Þórarinssonar jarðfræðings, sem ég kem að hér á eftir.
En hér kemur fleira til. Pólítískar ákvarðanir þarf til ef hrinda skal
umbótum í framkvæmd. Og þær eru óhugsandi án pólitísks vilja
almennings og siðgæðisstyrks fólksins í landinu.
Hið pólitíska almenningsálit á íslandi er mjög bundið stundarhag
hvers og eins og hagsmunahópum. Hjá oss skortir mjög á gagnrýna
hugsun og röklega hœfni meðal almennings og þar af leiðandi einnig
1 Þetta er hið sama og áhersla Ibsens á að vera sannur, vera heill, t.d. í Peer
Gynt.