Skírnir - 01.09.1990, Page 187
SKÍRNIR
,VÍÐAR ER GUÐ EN í GÖRÐUM'
439
meðal stjórnmálamanna, sem eiga allt sitt undir fylgi kjósenda og draga
því dám af okkur öllum.
Heimspekin fæst við að rannsaka hvað gagnrýnin hugsun er og hvað
þurfi til þess að beita henni. Siðfræðin fæst við þá ábyrgð sem hugsunin
leiðir til. Það er því höfuðnauðsyn að efla vísindalega hugsun og
ályktunarhæfni meðal almennings. Þá fyrst, þegar hún er til staðar, má
vænta þess að stjórnmálamenn beiti vitrænum leiðum til uppbyggingar
þjóðlífs. Ella snýst almenningur gegn slíkum framtíðarlausnum í
skammsýni sinni.
Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur ræddi eitt sinn um „andlegar
auðlindir íslenskrar náttúru“, sem kenna þurfi fólki að njóta, „ef við
viljum halda andlegu sjálfstæði og tryggð við það land sem hefur fóstr-
að okkur". Og hann bætir við: „Það er eitt af frumskilyrðum þjóðar-
heillar og hamingju einstaklinga, að þjóðin sé í sátt við sitt umhverfi."
Og hann mælti: „Að aðlaga sig þessu landi, læra að lifa í sátt við það og
njóta þess sem það hefur upp á að bjóða, á að vera snar þáttur í uppeldi
hvers íslendings, honum til hamingjuauka og þjóð hans til heilla."1
Hér talar hinn merki náttúruvísindamaður um andlegar auðlindir og
andlegt sjálfstæði sem grundvöll þjóðlífsins. Hann beitir trúarlegu
málfari: Landið hefur fóstrað okkur og við erum skuldbundin. Að lifa
ísátt er takmarkið.
Hér drepur Sigurður á það sem er einna næst rótum þess efnis sem
fjallað var um hér að ofan. Vísindin leggja sinn skerf til þess starfs sem
eflir farsæld lands og þjóðar. En ekki vísindin ein. Hér kemur fleira til:
Lífsskilningur og trú, skólar og börn.
Niðurlagsorð
Eins og að framan greinir er oft haft á orði að hlutverk vísinda sé þrenns
1 Sigurður Þórarinsson, „Að lifa í sátt við landið sitt. Lítil hugvekja á fertugs-
afmæli F.í.” Árbók Ferðafélags íslands 1968, s. 127. Þessi merka grein ætti
að vera í lestrarbók barna í grunnskóla, svo vel bendir Sigurður Þórarins-
son á ónotuð tækifæri til andlegrar og efnalegrar hollustu. - Þeir Davíð
Ólafsson, fyrrv. seðlabankastjóri, og Sigurður Steinþórsson prófessor
hjálpuðu mér við að hafa upp á þessum minnisverðu ummælum hins ást-
sæla landkönnuðar, sem sameinaði náttúruvísindin trúnni á landið, söguna
og tunguna.