Skírnir - 01.09.1990, Page 192
444
SIGMUNDUR GUÐBJARNASON
SKÍRNIR
víða komið við í rannsóknum sínum. Færi ég prófessor Jóni Steffensen
innilegar þakkir Háskóla Islands.
í dag var önnur merk gjöf afhent Háskóla Islands og Háskólabóka-
safni, en það er mikið safn vísindarita úr eigu dr. Gunnars Böðvars-
sonar, prófessors. Dr. Gunnar hafði fyrir lát sitt lýst þeim vilja sínum
að bækur hans rynnu til Háskóla Islands. Ekkja Gunnars, frú Tove
Böðvarsson, og Örn sonur þeirra afhentu Háskólabókasafni gjöf þessa
formlega nú fyrir stundu. Gunnar Böðvarsson lagði grundvöll að jarð-
hitarannsóknum og borunum eftir jarðhita á Islandi á árunum 1947-
1964. Árið 1964 fluttist Gunnar vestur um haf og gerðist prófessor í
stærðfræði og jarðeðlisfræði við Oregon State háskóla. Því starfi gegndi
hann þar til hann fór á eftirlaun 1986.
Með starfi sínu hjá Jarðhitadeild Raforkumálaskrifstofu og síðar við
Oregonháskóla gegndi Gunnar Böðvarsson víðtækum ráðgjafar-
störfum á sviði jarðhitamála fyrir Sameinuðu þjóðirnar, ríkisstjórnir
margra landa, fyrirtæki og stofnanir. Gunnar Böðvarsson stuðlaði að
rannsóknum við Háskóla Islands, þótt hann starfaði aldrei við skólann.
Hann var meðal frumkvöðla í notkun tölva hér á landi og hann var í
nefnd þeirri, sem gerði tillögur um eflingu raunvísinda við Háskólann
1961 en þær leiddu síðar til Raunvísindastofnunar Háskólans. Var hann
einnig leiðbeinandi fjölmargra íslenskra námsmanna um framhaldsnám
og fræðilegur bakhjarl þeirra. Heimili Gunnars og Tove, konu hans,
stóð námsmönnum opið, og margir starfsmanna Háskóla íslands hafa
notið greiðvikni þeirra í rannsóknaleyfum.
Gunnar Böðvarsson var kjörinn heiðursdoktor við Raunvísinda-
deild Háskóla íslands 1988. Hann lést 9. maí 1989. Færi ég frú Tove
Böðvarsson og fjölskyldu hennar þakkir Háskóla Islands fyrir þessa
mikilvægu gjöf.
Þá vil ég geta veglegrar bókagjafar frá Blackwell-útgáfunni í Oxford.
Gjöfin var veitt í tilefni af heimsókn forseta íslands, frú Vigdísi
Finnbogadóttur, til Oxford árið 1982 og bárust fyrstu ritin árið eftir og
þau síðustu nú í júní. Forgöngu að gjöf þessari hafði Per Saugman,
forstjóri Blackwell-útgáfunnar. Háskólabókasafn hefur á þessum árum
tekið á móti um 3000 bindum bóka og tímaritsárganga frá Blackwell-
útgáfunni, rit sem koma munu að gagni við kennslu og rannsóknir í
Háskóla íslands. Færi ég Per Saugman og forseta Islands okkar bestu
þakkir fyrir mikilfenglegan stuðning.