Skírnir - 01.09.1990, Page 201
SKÍRNIR
EVRÓPA, ÍSLENSK ÞJÓÐMENNING ...
453
sem hentaði vel fyrir forystumenn sósíaldemókrata í Noregi, Svíþjóð
og Finnlandi vegna skiptra skoðana og innbyrðis deilna í flokkunum
um afstöðuna til EB. Sviss og Island eru svo þau lönd, sem fjærst standa
aðild, enn sem komið er, hvort með sínum hætti.
Staðan er því slík, að fjögur af sex EFTA-ríkjunum eru upptekin af
umræðu um aðild að bandalaginu, á sama tíma og þau eiga í viðræðum
um sérstakan samning, þar sem gert er ráð fyrir EFTA sem burðarási
með EB í evrópsku efnahagssvæði. Samtímis er svo Evrópubandalagið
að undirbúa stökk í átt að ríkisheild.
„Traustir skulu hornsteinar hárra sala“, stendur í Fíávamálum.
Minnug þess hljótum við að spyrja, hvers konar bygging það sé, sem
verið er að hrófa upp og íslendingum er ætlað að ganga inn í. Annar
hornsteinninn, EFTA, er að tærast sundur, áður en komið er að því að
reisa stoðirnar. Slík bygging mun því falla saman fyrr en seinna, verði
á annað borð gerð alvara úr að koma henni upp. Þeir sem kæmust
undan rústunum, myndu að líkindum telja sig sæla, ef Evrópubanda-
lagið skyti yfir þá skjólshúsi.
Það var mikið fljótræðisverk að binda Islendinga inn í samninga-
viðræður með öðrum EFTA-ríkjum um aðild að innri markaði EB.
Breytingarnar sem honum tengjast varða ekki sjávarafurðir, sem nú
eins og fyrr eru burðarásinn í útflutningstekjum Islendinga. Sjávar-
útvegur er með svipuðum hætti og landbúnaður í sérfarvegi innan
Evrópubandalagsins. Fiskveiðar eru þar háðar leyfisveitingum og
styrkjum. Aðildarríkin hafa sameiginlega fiskveiðilögsögu upp að 12
mílum. Ekki eru líkur á að bandalagið breyti sameiginlegri fiski-
málastefnu sinni vegna kröfu EFTA-ríkja um fríverslun með fisk.
Jafnvel sú krafa gæti komið íslendingum í koll að því er varðar mögu-
leika til að hafa stjórn á útflutningi fiskafla.
Mitterand hitti naglann á höfuðið
íslendingar eru efnahagslega í allt annarri stöðu en önnur EFTA-ríki.
Lega landsins mitt á milli heimsálfa býður líka upp á aðra samskipta-
möguleika en nærtækir eru ríkjum á meginlandi álfunnar. Fámenni
þjóðarinnar og auðlindagrunnur fela í sér sérstæð vandamál en einnig
sóknarfæri. Staðreyndin er sú að engin úttekt fór fram á því af stjórn-