Skírnir - 01.09.1990, Page 202
454
HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON
SKÍRNIR
valda hálfu hvernig hagsmunum þjóðarinnar verði best borgið í bráð og
lengd, áður en við bundum okkur inn í samflot á vegum EFTA. Þau öfl
í landinu sem trúuð eru á allsherjar markaðstengingu sem stjórntæki í
efnahagsmálum sáu sér hins vegar leik á borði að skrifa upp á „frelsin
fjögur“, þ.e. hindrunarlausan markað fyrir vörur, fjármagn, þjónustu
og rétt til búsetu, og ganga til samninga við EB á þeim grundvelli.
Það er sérkennileg uppákoma, að það skuli vera Mitterand Frakk-
landsforseti sem í opinberri heimsókn hérlendis í ágúst 1990 sagði við
Islendinga á skýru máli það sem ekki hefur fengið undirtektir hjá ríkis-
stjórn landsins: Vegna sérstöðu ykkar sem fiskveiðiþjóðar er vænlegast
fyrir íslendinga að leita sérsamninga milliliðalaust við Evrópubanda-
lagið.
Utanríkisráðherra íslands taldi með réttu að með ummælum sínum
væri Mitterand að vega að þeirri stefnu, sem Alþýðuflokkurinn hefur
öðrum fremur markað í málinu, þ.e. samflotinu með EFTA-ríkjunum.
Við þetta tækifæri reyndu talsmenn Sjálfstæðisflokksins sem fyrr að
leika tveimur skjöldum, þ.e. styðja EFTA-samflotið og „frelsin fjögur"
með ráðum og dáð en heimta um leið sérsamninga við Evrópu-
bandalagið. Staðreyndin er sú að í þeim efnum verður ekki bæði sleppt
og haldið, þar eð Evrópubandalagið vísar á að íslendingar sjálfir kjósi
viðræður í gegnum EFTA, einnig um sína sjávarútvegshagsmuni. Með
þessum hætti er hagsmunum okkar drepið á dreif og undirbúin skref til
styrktar þeim öflum sem stefna að inngöngu í EB.
Við eigum betri kosta völ
Hér hefur verið vikið að efnahagslegri sérstöðu íslendinga og gagnrýnt,
hvernig á málum er haldið án tillits til hennar. Sá sem þetta ritar hefur
ítrekað fært fyrir því rök að ísland óháð viðskiptabandalögum sé langt-
um betur sett en með því að verða jaðarsvæði í evrópsku efnahags-
bandalagi.
ísland er á margan hátt í öðru vísi stöðu landfræðilega, viðskiptalega
og menningarlega en önnur Norðurlönd, að ekki sé talað um gamal-
gróin iðnríki Vestur-Evrópu.
Landfræðileg staða okkar getur gagnast þjóðinni í samskiptum til
margra átta. Landið er miðlægt á Norður-Atlantshafi í þjóðbraut til