Skírnir - 01.09.1990, Page 206
458
HJÖRLEIFUR GUTTORMSSON
SKÍRNIR
Reynslu Islendinga snúið á haus
Ég tel slíkar ályktanir í meira lagi hæpnar. Erfitt er að sjá að sú aukna
samkeppni og sölumennska á flestum sviðum, sem er driffjöður
Evrópubandalagsins, verði til að hlúa að þjóðlegri menningu eða bæta
stöðu menningarstarfsemi umfram það sem ella væri. Máli sínu til
stuðnings segir Ólafur.„að íslensk menning hafi jafnan verið í mestum
blóma þegar samskipti við útlönd voru mest“ (s. 157). Hann horfir þá
fram hjá því, að þau samskipti blómstruðu, þegar þjóðin réði sjálf
sínum málum efnahagslega á þjóðveldisöld. Síðustu tvær aldirnar fóru
einnig saman fjörkippur í menningarstarfsemi, sókn í atvinnumálum og
heimastjórn. Það endurmat á sjálfstæði og sjálfsforræði, sem Ólafur
gerir kröfu um, er að mínu mati að snúa reynslunni af Islandssögunni
á haus. Það er hins vegar skiljanlegt að þeir sem nú telja afnám landa-
mæra fyrir fjármagn og framsal sjálfforræðis úr landi þjóðráð fyrir
Islendinga, setji slíka hugmynd fram til réttlætingar sínum málflutningi.
Jaðarsvæði án stjórntækja
Efnahagssamruninn í Evrópu er ekkert fagnaðarerindi fyrir jaðarsvæði
og byggðir sem eiga í vök að verjast. Mér er t.d. til efs að hraðari efna-
hagssamruni í Evrópu verði jaðarsvæðum eins og stórum hlutum
Skotlands og Irlands til framdráttar, að ekki sé talað um norðanverða
Skandinavíu. Afleiðingar sameiginlegs markaðar innan sem utan
Evrópubandalagsins verða hraðari sameining fyrirtækja en ella, fækkun
þeirra og stækkun rekstrareininga. Fjármagnið og lögmál arðseminnar
eru miðsækin og hlaða utan á borgir og atvinnurekstur, langt umfram
skynsamleg mörk í félagslegu og menningarlegu tilliti. Vaxandi mengun
og sóun náttúruauðlinda eru fylgifiskar þess hagvaxtar, sem keppt er að
í krafti samrunans í EB, þótt reynt verði að hamla gegn þeim með
ýmsum ráðum. Sama máli gegnir um þá „öflugu byggðasjóði", sem
Ólafur Davíðsson vísar til og eiga „að styrkja og viðhalda byggð þar
sem hún stendur höllum fæti“ (s. 154).
A fundi efnahagsnefndar Norðurlandaráðs með byggðaráðherrum