Skírnir - 01.09.1990, Page 208
GREINAR UM BÆKUR
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON
Að skemmta sér til ólífis
Neil Postman
Amusing Ourselves to Death.
Puhlic Discourse in the Age of Show Business
Elisabeth Sifton Books - Viking.
New York 1985.
í þessu greinarkorni er ætlunin að fara nokkrum orðum um bók eftir
bandaríska fjölmiðlafræðinginn og prófessorinn Neil Postman. Bókin kom
út árið 1985 og ber heitið Amusing Ourselves to Death, sem þýða mætti á
íslensku „Að skemmta sér til ólífis“. Hefur hún vakið verulega athygli í
Bandaríkjunum og víðar um heim, enda verið þýdd á margar tungur. Bókin
er ákaflega þétt í sér og samin af mikilli rökfestu. Hér verður af skiljanlegum
orsökum einungis stiklað á meginatriðum og rætt um efnið í samhengi við
þau.
I
Bókin hefst á stuttum formála þarsem gerður er samanburður á tveimur
ólíkum framtíðarsýnum í skáldverkunum 1984 eftir George Orwell og Brave
New World eftir Aldous Huxley, sem báðar eru til í íslenskum þýðingum.1
Postman bendir á, að hin myrka framtíðarsýn Orwells um kúgunaröfl, sem
brytu undir sig mannkyn með ytri þvingunum, boðum og bönnum, hafi ekki
ræst, og höfum við að undanförnu fengið eftirminnilega staðfestingu þess í
Austur-Evrópu. Framtíðarsýn Huxleys gerir ekki ráð fyrir neinum Stóra
bróður sem svipti fólkið sjálfræði, þroska og sögulegri vitund, heldur muni
tæknin vinna það verk fyrirhafnarlaust: fólk muni láta sér vel líka kúgun
tækninnar sem svipti það hæfileikanum til að hugsa. Orwell stóð stuggur af
öflum sem banna mundu bækur, en Huxley sá fyrir sér að ástæðulaust yrði
að banna bækur, þareð enginn kærði sig um að lesa þær. Orwell óttaðist öfl
sem mundu meina okkur aðgang að upplýsingum. Huxley hræddist þá sem
mundu steypa yfir okkur þvílíku syndaflóði upplýsinga að við yrðum óvirk
1 George Orwell: 1984, Hersteinn Pálsson og Thorolf Smith þýddu, Reykjavík 1951
og 1983. Aldous Huxley: Veröld ný og góð, Kristján Oddsson þýddi, Reykjavík
1988.
Skírnir 164. ár (haust 1990)