Skírnir - 01.09.1990, Qupperneq 210
462
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON
SKÍRNIR
styðjast, þá er sú tilgáta tímabær og sannfærandi að þeir tjáningarmiðlar sem
tiltekin menning hefur yfir að ráða hafi úrslitaáhrif á andlega og félagslega
mótun hennar.
II
Mannlegt mál er frummiðill mannsins. Það gerir okkur mennsk og skilgreinir
í reynd bvað í því felst að vera maður. Hitt er jafnsatt, að orðaforði og form-
gerð sérhvers tungumáls skilyrðir heimsmynd þeirra sem á það mæla, þannig
að mjög ósennilegt er að allir menn hafi sama skilning á því, hvernig veröldin
er saman sett. En það hversu sundurleitar heimsmyndir hinna ýmsu menn-
ingarsvæða eru verður enn ljósara þegar við hugleiðum alla þá tjáningarmiðla
sem eru handanvið mannlegt mál. Þó menningin sé sköpuð af tungunni, þá
er hún endursköpuð af hverjum nýjum tjáningarmiðli, allt frá málverkum til
myndleturs til stafrófs til sjónvarps. Hver miðill opnar einstæðum boð-
skiptum Ieið með því að veita hugsun, skynjun og tjáningu nýtt svigrúm.
Það er kannski merkilegast við miðlana, sem túlka veröldina hver með
sínum hætti, að við tökum sárasjaldan eftir því hvernig þeir móta sjón okkar
og skynjun. Maður sem les bók, eða horfir á sjónvarp eða lítur á klukkuna
veltir því ekki fyrir sér hvernig hugur hans starfar eða hvernig bókin,
sjónvarpið eða klukkan stjórna honum, og enn síður hvaða hugmyndir um
heiminn þau vekja.
En sumir menn eru svo glöggsýnir að þeir sjá að klukkan er ekki annað en
myndlíking, sem menntun okkar hefur verið fáorð um og úrsmiðir þöglir.
„Klukkan er aflvél sem „framleiðir" sekúndur og mínútur,“ sagði Lewis
Mumford.1 Með þessari framleiðslu hefur klukkan tekið tímann úr sínu
náttúrlega samhengi. í byrjun 14du aldar, þegar klukkan var fundin upp,
hófst ferli sem lauk með því að við virðum sólargang og árstíðir að vettugi.
Eilífðin hætti að vera mælikvarði og brennivídd mannlegra athafna. Þannig
má vel vera að látlaust tif klukkunnar hafi átt ríkari þátt í að draga úr almætti
Guðs en allar hinar lærðu ritgerðir Upplýsingarstefnunnar. Með öðrum
orðum, klukkan var völd að nýjum boðskiptum manns og Guðs, þarsem
Guð virðist hafa lotið í lægra haldi. Kannski hefði Móse átt að bæta við nýju
boðorði: Þú skalt ekki gera vélrænar eftirlíkingar tímans.
Alkunna er að stafrófið gerbreytti boðskiptum manna í millum. Að sjá
það sem sagt var í stað þess að heyra það var ákaflega stórt skref. Stafrófið
skóp nýjan skilning á mannlegri þekkingu og greind, á áheyrendum og
lesendum, á gengnum og ókomnum kynslóðum. Þetta sá Platón manna best
og varaði í vinarbréfi heimspekinga við að tjá kenningar sínar í óbreytanlegu
formi ritmáls, og átti þó eftir að semja mörg ódauðleg ritverk, enda sá hann
von bráðar að ritlistin var upphaf en ekki endir heimspekinnar. Heimspeki
þrífst ekki án gagnrýni, og ritmál gerir mönnum kleift að láta hugsanir og
1 Sbr. Postman, bls. 11.