Skírnir - 01.09.1990, Page 220
472
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
undur íslenskur sem gerst hefur kannað bernskuna, einkum í Sálminum um
blómið (1954-55) og í æskusögu sinni sem birtist í einni bók undir heitinu I
Suðursveit (1975),1 en raunar einnig með því sjónarhorni sem iðulega ræður
ríkjum í öðrum verkum hans.
Loks hafa bernskuminningar vitaskuld verið áberandi í íslenskri ævi-
sagnahefð, en þar er bernskan þó yfirleitt skilin sem undanfari að heimi full-
orðinna; hin bernska sjálfsvera er efniviður í þá fullorðnu manneskju sem að
verkinu stendur.2 Segja má því um ævisögur að sjálf bókmenntagreinin hamli
því að tekist sé á við bernskuheiminn á forsendum hans sjálfs. Þetta á að
mörgu leyti einnig við um þá sagnategund sem kölluð er þroskaskáldsaga
(„Bildungsroman").
En ofangreind atriði bókmenntasögunnar skipta kannski ekki meginmáli
þegar gera skal grein fyrir því hvernig bernskan verður að nýjum straumi, ef
til vill nýrri hefð, í bókmenntum okkar á áttunda og níunda áratugi aldar-
innar. I viðtali árið 1986 setti Helga Kress fram ögrandi hugmyndir um
upptök þessa viðmiðs:
Annars er að koma upp mjög athyglisverð hefð 1 skáldsagnaritun ungra
karlhöfunda, sem felst í því að skrifa um sjálfa sig sem smápolla í
ákveðnum borgarhverfum í Reykjavík. Þessir höfundar eru undir
miklum áhrifum frá Jóni Oddi og Jóni Bjarna, án þess þó að þeir geri
sér grein fyrir því. Ég minnist þess a.m.k. ekki að þeir nefni Guðrúnu
Helgadóttur þegar þeir eru spurðir um áhrifavalda. Þessar sögur skrifa
sig einnig í hefð þroskasagna, „the artist as a young man“, en sá er
munurinn á þeim og t.a.m. Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson eða
frægri sögu James Joyce, að í þeim gerist engin þróun. En bókmennta-
stofnunin er ákaflega hrifin af þessum sögum og lítur nánast á þær sem
heimsbókmenntir. Þetta á ekki síst við um ungu karlgagnrýnendurna
sem þjappa sér saman um þessa tegund bókmennta og hefja til
skýjanna. Sjá augsýnilega eitthvað af sjálfum sér í þessu.3
Nokkru síðar tók Guðmundur Andri Thorsson ummæli Helgu og annað úr
skyldri umræðu til athugunar í greininni „Bernskuminningar“. Hann bendir
réttilega á að ekki skipti máli hvort höfundar byggi á eigin reynslu eða ekki
í þessum sögum.4 (Og raunar er misvísandi að nota hugtakið „bernsku-
1 Það verk er í fjórum hlutum: Steinarnir tala kom út 1956, Um lönd og lýði 1957,
Rökkuróperan 1958, og síðasti hlutinn birtist ófullgerður undir heitinu „Fjórða
bók“ í heildarútgáfunni, I Suðursveit, 1975.
2 Ur þessari hefð geta okkur þó vitanlega ætíð bæst ferskar og hugvekjandi
bernskulýsingar, íverkum einsog Fátaktfólk eftir Tryggva Emilsson (1976), Undir
kalstjömu eftir Sigurð A. Magnússon (1979) og Að breytafjalli eftir Stefán Jónsson
(1987), svo tekin séu dæmi frá síðustu árum.
3 „... opna nýja sýn“, viðtal við Helgu Kress, Vera, 6. hefti 1986, bls. 22.
4 Guðmundur Andri Thorsson: „Bernskuminningar", Tímarit Máls og menningar,