Skírnir - 01.09.1990, Page 221
SKÍRNIR
MYNDBROT FRÁ BARNÆSKU
473
minningar" í þessu sambandi - „bernskulýsingar" er nær lagi.) Hina hug-
myndina sem Helga er með um uppruna þessara bernskulýsinga ræðir
Guðmundur Andri ekki og finnst mér hún þó allrar athygli verð: það veitir
óneitanlega nýjan skilning á þessum verkum um bernskuna ef finna má eina
af uppsprettum þeirra í sögum Guðrúnar Helgadóttur um Jón Odd og Jón
Bjarna (og ef til vill fleiri barnabókum).* 1 Hugtakið „póstmódernismi" er
gjarnan notað um tilraunir til að brúa menningarbil, samhæfa menningar-
heima; ef til má finna eitt afbrigði hans í viðleitni höfunda einsog Péturs
Gunnarssonar, Einars Más Guðmundssonar og Einars Kárasonar til að eyða
bilinu milli barna- og fullorðinsbókmennta.2
Leikir og drengjasögur
Eitt megineinkenni fagurfræðinnar á þessum menningarmörkum er
leikþörfin. Raunar finnst mér ekki fráleitt að leikþörfin sé meginafl í mörgum
verkum þeirra höfunda sem mótuðust á áttunda áratugnum og fyrra helmingi
þess níunda. Þessi verk kunna jafnvel að gefa undir fótinn þeirri kenningu
Sigmunds Freud að skáldið sé einsog barn að leik, og upplifi jafnframt
2. hefti 1987, bls. 131-132. Guðmundur Andri telur eina helstu ástæðuna fyrir
efnisvali hlutaðeigandi höfunda vera áhuga þeirra á að gera borgarlífi Reykjavíkur
skil og „háðsglósur" manna um „bernskuminningar" þeirra byggist á því viðhorfi,
blöndnu „djúprættri sektarkennd", að „Reykjavík eftirstríðsáranna sé ekki verðugt
efni í skáldsögu“ (bls. 132). Kannski þarf ég að taka fram að þótt ég sé gagnrýninn
á margar þessara bernskulýsinga tel ég það ekki helgast af slíku viðhorfi eða slíkri
sektarkennd!
1 Þess má geta að í námskeiðum mínum í íslenskum samtímabókmenntum við
Háskóla Islands hafa nokkrir nemendur, fæddir á sjöunda áratugnum, látið þess
getið í umræðum að þeir skynji ákveðna samfellu eða ferli í lestrarreynslu sinni
hvað varðar drengjasögur. Þeir hafi fyrst kynnst sögum Guðrúnar Helgadóttur um
Jón Odd og Jón Bjarna en síðan, „í eðlilegu framhaldi", fyrstu „Andrabókum"
Péturs Gunnarssonar og bókum þeirra Einars Kárasonar og Einars Más
Guðmundssonar. Þetta rennir nokkrum stoðum undir kenningu Helgu Kress,
hvort sem um „áhrif" er að ræða eða ekki. Otgáfutími bókanna er reyndar í
samræmi viðþessa „þróun“;/ó« Oddurogjón Bjamikemurút 1974,Meiraafjóni
Oddi og Jóni Bjarna 1975, bækur Péturs, Punkturpunktur komma strik og Eg um
migfrá mértil mín koma 1976 og 1978, Riddarar hringstigans eftir Einar Má 1982
og Þar sem djöflaeyjan rís eftir Einar Kárason 1983.
2 Þessi viðleitni virðist oft tengd þeirri reynslu sem felst í því að alast upp í borg (sjá
nmgr. 6), en hún er þó ekki einbundin reykvísku sögusviði; eitt helsta dæmi hennar
er til að mynda sjóaraskáldsagan Pelastikk eftir Guðlaug Arason (1980). Silja
Aðalsteinsdóttir veltir því fyrir sér í ritdómi um Pelastikk hvernig það sé að lesa
bókina sem „barnasögu" (sjá Tímarit Máls og menningar, 3. hefti 1981, bls. 358),
en einnig má skilja verkið sem tilraun til þess samhæfis sem hér um getur.