Skírnir - 01.09.1990, Page 223
SKÍRNIR
MYNDBROT FRÁ BARNÆSKU
475
í sviðsljósið. Því þessi verk um bernskuna eru langflest sögur af drengjum.
Það er áleitin spurning, þótt ekki verði dvalið lengi við hana hér, hversvegna
miklu minna er fjallað um uppvaxtarár stúlkna en drengja.
Vilji maður grennslast fyrir um það hvort grundvallarmunur sé á æsku
drengja og stúlkna, er nærtækast að líta á birtingarmyndir kynferðis og kyn-
vakningar. I strákasögum falla slík mál gjarnan undir gamansemi - kannski
stundum gamansama angist, en oftast er vaknandi kynvitund sýnd sem „eðli-
legur“ liður í þroskaferli drengja. Þetta er að vísu fyrst og fremst yfirborðs-
legt, „opinbert", viðhorf, en sem slíkt getur það stundum veitt drengjum
ákveðið aðhald og styrk. Ymsar sögur um uppvöxt stúlkna virðast sýna að
kynþroski þeirra sé oft undirorpinn djúpstæðum ótta, brotinni sjálfsmynd og
sektarkennd. Sem dæmi um hrakninga í mótun kvenlegrar sjálfsvitundar má
benda á skáldsögurnar Hringsól eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur (1987), Eg
heiti Isbjörg, ég er Ijón eftir Vigdísi Grímsdóttur (1989) og þær sögur norska
rithöfundarins Herbjargar Wassmo sem þýddar hafa verið á íslensku.1
Vafalaust er mikilvægur munur á sjálfsvitundarmótun drengja og stúlkna, en
spurning er hvort einn meginliðurinn í þroskaferli drengjanna sé ekki bæling
á ýmsum kenndum sem valda brestum í hinni heilsteyptu karlímynd. I
sögum sínum veitir Gyrðir eftirtekt ýmsum þáttum drengjabernskunnar sem
þannig eru alla jafna undir yfirborðinu.
Spurningin um „yfirburði" karla í uppvaxtarsögum á sér jafnframt skýr-
ingar sem þekktar eru í kvennafræðum. Skynjun manna á menningu er háð
kynbundnum viðmiðum, rótföstum hefðarskilningi, og samkvæmt honum
mótast mannfélagið af „karllegri" athafnasemi. Við (og þá ekki bara karlar)
„sjáum“ í vissum skilningi ekki hvað konur gera, hugsa eða þrá, og það er því
ekki frásagnarvert. Þetta á allt eins við um börn. Athafnir drengja, upp-
finningasemi þeirra, látæði og leikir - það sem ég hef nefnt „strákamenn-
ingu“2 - geta þannig ítrekað viðtekin gildi feðraveldis, í bókmenntum sem og
í samfélaginu almennt.
Konan/stúlkan verður undir. Það er erfitt að muna eftir henni. Nú skal að
vísu tekið skýrt fram að þetta getur gerst í verkum kvenna jafnt sem karla, og
einnig að eðlilegt og raunar óhjákvæmilegt er að karlhöfundar miðli
„karllegri“ reynslu. Þroskaferill drengja felst meðal annars í glímunni við
„kvenlega" eðlisþætti, „systurina", sem veldur margskonar angist og ruglingi;
það myndast þörf til að bæla hana og sigra til þess að geta svo eignast hana
að lokum í því hlutverki „föðurins" sem drengir stefna að. En í skáldskap er
gjarnan snúið upp á þetta ferli - „systirin“ reynist ekki auðbæld.3
1 Húsið með blindu glersvölunum og Þögla berbergið, Mál og menning, Reykjavík
1988 og 1989. Þýðandi beggja bókanna er Hannes Sigfússon.
2 Sjá umfjöllun mína um sögur Einars Más Guðmundssonar: „Syndaflóð
sagnaheims", Skírnir, vorhefti 1987, bls. 178-189.
3 í þessu sambandi má benda á „systurina“ í „Grasaferð" Jónasar Hallgrímssonar,
sbr. ritgerð Helgu Kress: „Sáuð þið hana systur mína? Grasaferð Jónasar
Hallgrímssonar og upphaf íslenskrar sagnagerðar", Skírnir, hausthefti 1989, bls.
261-292.