Skírnir - 01.09.1990, Side 224
476
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
í æskuminningum sínum segir Þórbergur Þórðarson frá því að það fyrsta
sem hann muni eftir í þessum heimi sé líkkista litlu systur sinnar.* 1 En hinn
kvenlegi frumþáttur dó ekki í Þórbergi; ekki aðeins varð hann óléttur í Bréfi
til Láru, heldur má segja að hann finni litla „systur“ í söguhetju sinni, Lillu
Heggu, í Sálminum um blómið. En hvar skyldi „systirin" vera í bernsku-
sögum síðustu ára? Og hvar er líkkistan? Hér er freistandi að stinga sér á kaf
í tjörnina á eftir Heiðu, stúlkunni sem drukknar í sögu Gyrðis Elíassonar,
„Tréfiski“, en nær þó fyrst að gefa drengnum Friðriki koss og verða kannski
ofurlítil gyðja hans.
En fyrst þarf þó að skyggnast eftir afmörkun bernskuheimsins í skáldskap.
Ég minntist á að bernskulýsingar séu oft mótaðar af viðhorfi sem er innbyggt
í hefðbundnar ævisögur, að bernskan sé fyrst og fremst undanfari að full-
orðinsheimi og hin unga sögupersóna þá jafnframt aðdragandi að fullmótaðri
sjálfsveru. Til dæmis um þetta má nefna Andra Haraldsson í þeim fjögurra
bóka sagnabálki Péturs Gunnarssonar sem hófst með Punktur punktur
komma strik. Ef til vill er þetta ástæðan fyrir því að Pétur „leikur á“ þessa
persónu sína í seinni bókunum tveim (Persónur og leikendur, 1982 og Sagan
ö//,1985); þar birtist „annar“ Andri og ný söguvídd. Söguheimur hans var of
heildstæður og það var hann sjálfur líka, sem vera í barnæsku.
Afheimar
Bernskan er ekki saga sem sprettur líkt og af sjálfri sér. Bernskan er
brotaheimur fullur af þrá eftir frásögn. I íslenskum samtímaprósa hefur það
komið í hlut Gyrðis Elíassonar að kafa dýpra en aðrir í þennan heim og
kanna ítarlegar hvernig veiða má hann í texta án þess bernskan verði ofurseld
frásagnarlögmálum hins fullorðna sjálfs.
Þetta er þó ekki gert með því að gefa sig bernskunni á vald. I einni þeirra
skáldsagna sem mér finnst nálgast bernskuna á hvað markverðastan hátt, The
Child in Time eftir Ian McEwan (1987), er meðal annars sýnt að fólk, þjakað
af álagi fullorðinsheimsins, getur ekki orðið börn á ný, allt eins þótt reynt sé
að endurskapa umhverfi og leiki bernskunnar. Sú leið er blindgata eða þá hún
liggur, einsog í sögu McEwans, ofan í líkkistu. Hinsvegar sýnir McEwan
einnig að það er ýmislegt í hinni „tímalausu" veröld bernskunnar sem á skylt
við skáldskap, þar á meðal margsháttar „skáldleg“ augnablik sem fólk upplifir
á ýmsum aldri, og svo það sjónarhorn, leikrænt og einlægt í senn, sem gott
er að eiga aðgang að. Vesæll er til dæmis sá maður sem ekki getur orðið
barnslega glaður. Það er ekki síst þessi bernska vídd í huga fullorðinna sem
við bendum á þegar við gerum mun á því að vera „barnslegur" og
„barnalegur“.
Þegar skáldverk fjallar um bernskuna þarf höfundur því ekki aðeins að lifa
1 Sbr. einkunnarorð úr Steinamir tala framan við þessa grein. Þórbergpr Þórðarson:
I Suðursveit, Mál og menning, Reykjavík 1975, bls. 23.