Skírnir - 01.09.1990, Side 225
SKÍRNIR
MYNDBROT FRÁ BARNÆSKU
477
sig inn í heim barna, heldur skyggnast í þessa veröld einsog hún lifir með
manni, er hluti af vitund manns. Þetta gerir McEwan á sinn hátt í umræddri
skáldsögu og þetta gerir Peter Handke einnig í bók sinni Kindergeschichte
(1981), sem fjallar um þann sérheim sem verður til í sambandi föður og
dóttur.1 í æskusögu sinni, Bernska (Enfance, 1983), setur Nathalie Sarraute
á svið samræður þar sem hún beinir spurningum um bernskuna að öðru sjálfi
sínu - eða þeim hluta vitundarinnar sem hefur aðgang að myndum bernsk-
unnar. Það sýnir sig að snertiflötur hinnar fullorðnu veru og bernskunnar er
ekki samfelldur. Á milli þessara heima er víða bil og hin fullorðna sjálfsvera
lætur ekki eftir sér að semja burt þetta bil með beinum orsakatengslum,
heldur festir á blað einstök orð eða ummæli, lýsingar á einstökum atvikum,
aðstæðum og persónum; úr minningabrotum býr vitundin til flæði ímynda,
einstakra eða endurtekinna, sem verða í senn kennileiti og afurð þessarar
leitar og spurnar.2
Þeir þrír erlendu höfundar, sem ég hef nefnt, eiga það allir sameiginlegt að
byggja ákveðið tvísæi inn í bernskulýsingar sínar: þeir sjá bernskuna
annarsvegar sem lifað tilverusvið en hinsvegar sem skrifað. Þetta tvísæi er
einnig að finna í sögum Gyrðis Elíassonar og stundum minnir hann okkur
ljóslega á það. Axel, gamli maðurinn í nóvellunni „Tréfiski" í Bréfbáta-
rigningunni, fæst til dæmis við að skrifa minningar sínar í möppu sem á
stendur: „Myndbrot frá barnæsku" (bls. 21). Þarna er hann að smíða sérheim.
Þar sem hann sest niður til að skrifa og lampinn varpar grænleitri birtu, finnst
„Axel að þessi birta ætlaði að þéttast í efni utan um hann [...]“ (bls. 20). Að
þessu leyti minnir hann á drenginn Sigmar í skáldsögunni Gangandi íkorna
sem í upphafi sögu liggur í herbergi sínu að morgni dags og rennir „augum
um þennan fjórveggja afheim sem hægt er að einangra með lykli og mála í
skjannalitum. Heimum má alltaf breyta“ (bls. 8).3
Þessi áleitna rýmisskynjun er eitt af frumeinkennum á sögum Gyrðis (og
þetta á einnig við um mörg ljóð hans). Og með henni má líka fá skarpari
mynd en ella af því hvernig bernskan myndar ekki bara sérheim andspænis
heimi fullorðinna heldur er hún ætíð afheimur í vitundinni - og þar leikur
hún stærra hlutverk í lífsskynjun okkar en okkur alla jafna grunar. En í
sögum Gyrðis má einnig sjá hvernig bernskuhugurinn mótast af samsettri
vitund, þar sem barnið gengur úr „raunvitund“ sinni inn í margskonar
afheima. Þetta eru draumaheimar barnsins, sem það skapar sjálft eða finnur
1 Hún er til í íslenskri þýðingu Péturs Gunnarssonar: Barnasaga, Punktar, Reykjavík
1987.
2 Ég hef stuðst við enska þýðingu á verki Sarraute: Childhood (translated by Barbara
Wright in consultation with the author), George Braziller, New York 1984. Torfi
H. Tulinius fjallaði um þetta verk Sarraute, ásamt öðrum frönskum „nýsjálfs-
ævisögum" í erindinu „Æviskeiðið og augnablikið" sem hann flutti á Rithöfunda-
þingi í apríl 1990. Ég þakka Torfa fyrir að sýna mér erindið í handriti.
3 Hér á eftir verða svigatilvísanir í Gangandi íkorna innan meginmáls oft merktar
„G/“ og tilvísanir í Bréfbátarigninguna „BR“.