Skírnir - 01.09.1990, Qupperneq 227
SKÍRNIR
MYNDBROT FRÁ BARNÆSKU
479
börn. í sögunni „Loftneti" í Bréfbátarigningunni segir sögudrengurinn
Friðrik: „Skólinn; villugjarnt á göngum og neðansjávarbirta, börnin gráir
fiskar, tifandi uggum og húsvörðurinn fór um rangala í kafarabúningi" (bls.
69-70).
Þessi neðansjávarmynd af skólanum er raunar dæmi um skopskyn Gyrðis.
En það getur verið lævi blandið; jafnvel skólinn er hér afheimur sem ekki er
auðratað um. Slík hygg ég sé reynsla margra barna, þótt þau dylji hana innra
með sér vegna þrýstings frá „félagslífinu". Gyrðir kafar einmitt í þessa innri
einveru. „Leikurinn" í sögum hans snýst ekki síst um það hvernig maður er
með sjálfum sér. Leikurinn er því aldrei tekinn úr samhengi við þá deiglu
tilfinninga er býr í barnshuganum, sem glímir við einsemd, ótta og ýmsar
óræðar langanir. Nálgist menn bernskuna þannig er hún áreiðanlega ekki
mynd af karlveldinu, hvort sem um drengjasögur er að ræða eða ekki. Hér
erum við komin að þeim hluta bernskudramans sem vantar í kenningar
Freuds um tengsl bernsku og skáldskapar; Freud segir kærasta og einbeittasta
athæfi barnsins vera leik þess og telur hvert barn að leik hegða sér einsog
skáld, því að barnið skapi sér eigin veröld, eða réttara sagt skipuleggi hlutina
í veröld sinni á nýjan máta sem því sé geðfelldur.1 Hann lítur hér framhjá
þáttum sem hann gerir þó skil annars staðar í kenningum sínum, því veröld
bernskunnar er líka svið magnleysis, kvíða, einsemdar og depurðar, eða þess
sem á öðrum málum er kallað melankólía.2
Leit bernskuhugarins að afheimum stjórnast ekki aðeins af leikþörf heldur
einnig af þrá og ótta og hún beinist oft að stöðum sem eru jafn ógnandi og
þeir eru heillandi. 1 sögum Gyrðis kemur þetta meðal annars fram í
draumum. I Gangandi íkorna sofnar íkorninn á leiðinni til borgarinnar:
Dreymdi gönguferð um svartan skóg, engin sól lýsti trjálimið. Undir
fótum hans brast í kvistum. Skyndilega sá hann glitta í eitthvað. Hann
laut niður, og tók hlutinn upp. Þetta var glerdvergur, málaður rauður,
nema legghá stígvélin kolsvört. Honum varð litið til hliðar og sá þá
tóma gröf, þar sem augsýnilega hafði verið gert til viðarkola. Tvö dádýr
rásuðu stefnulaust milli trjánna. (bls. 66-67)
I þessum texta birtist sá einkennilegi uggur sem oft býr í ljóðum og sögum
Gyrðis og vekur lesanda stundum undirfurðulegan hroll. Við höfðum rekist
á þessi dádýr í fyrri hluta sögunnar, þegar Sigmar rýnirí stofuborðdúk:
„Vaxdúkur með dulmögnuðum myndum af dádýrum stöddum í völundar-
húsi. Ég hef reynt að marka þeim leið með hnífsoddi útúr ógöngunum, en
alltaf stöðvast við órjúfandi vegg“ (bls. 12). Völundarhúsið er hér margvísandi
1 Þetta er haft nokkurn veginn orðrétt eftir, sbr. Freud: „Der Dichter und das
Phantasieren", bls. 214.
2 Um melankólíu og aðra þætti í ljóðlist Gyrðis fjalla ég nokkuð í greininni
„Brotgjörn augu. Skyggnst um í ljóðvistarverum Gyrðis Elíassonar", Ljóöormur,
5. hefti, 1987, bls. 38-55.
31 — Skírnir