Skírnir - 01.09.1990, Síða 233
SKÍRNIR
MYNDBROT FRÁ BARNÆSKU
485
Myndvarpið er þannig staðsett einhvers staðar á milli myndgervingar og
allegóríu, því það virðist geta orðið að keðju af myndgervingum án þess að
taka á sig form samfelldrar allegóríu. Það er opin mynd eða kannski frekar
uppspretta ýmissa myndbrota, svo notað sé orð Gyrðis.1 En „mynd-brot“ er
raunar í sjálfu sér myndvarp sem vísar til þeirrar þversagnarkenndu listar að
sameina fágun og sundrun. I titlinum Gangandi íkorni er einnig fólgið
myndvarp, kisturýmið er annað og það þriðja er í myndinni af dádýrum í
völundarhúsi, sem áður var vikið að. Þetta eru dæmi um myndvarp sem
getur, einsog „bréfbátarigning", framkallað hugsanir um jafnt skáldskap sem
bernsku. Annað myndvarp sem nátengt er sjálfum skáldskapnum er
„vængmaður í prentsmiðju", en sögumaður í sögunni „Vængmaður“ í
Bréfbátarigningunni vinnur í prentsmiðju en flýgur um bæinn þegar dimmir;
þarna er leikið með þau tengsl sem skáld þurfa að mynda milli ímyndunarafls
og skrifa. Enn eitt myndvarpið felst í þeim hauslausu mönnum og þeirri af-
höfðun sem sjá má víða í verkum Gyrðis og tengjast raunar öðrum hroll-
vekjuþáttum.
Sögur Gyrðis byggjast því að allmiklu leyti á myndvefnaði. I sögum sínum
er hann myndasmiður ekki síður en sagnamaður. Það má þó vissulega teljast
epísk gáfa að geta tengt flókna myndagerð jafn tærri frásögn og maður les hjá
Gyrði. Einnig má benda á að Gyrðir sér alls staðar söguefni; innan sagna hans
er fjöldi minni sagna, örsagna, eða þá atvika sem virðast eiga heima í ein-
hverjum þeirra sagna sem krökkt er af allt í kringum mann. Mörg ljóða
Gyrðis eru litlar frásagnir, og loks má benda á ljóðabálkinn Blindfugl/
svartflug (1986), sem ber ýmis frásagnareinkenni. En þar einsog í sögum
Gyrðis kemur myndvefnaður þó að mestu í stað sögufléttu. Hin mynd-
listræna skynjun mótar sýn sögumanns og persóna á heiminn: „Skammt
undan landi lónaði eyjan, blágrá: þverhnípi byggt vængjuðum verum frá
haffleti og upp á brún. Hann heyrði ekki gargið, en vissi af því“ (BR, bls. 7).
Litanotkun er meðvituð og fyrir kemur að minnst er á sjálft handbragð
myndasmiðsins: „Himinninn að verða svarblár og gulir deplar kviknuðu hér
og þar um hvolfið, slett á með pensli“ (BR, bls. 78). Svolítið er um fyndnar
myndhverfingar, ekki ósvipaðar þeim sem Pétur Gunnarsson átti mestan þátt
í að hefja til vegs á áttunda áratugnum: „Farmall-Cub traktor saman-
hnipraður á túninu, virðist þess albúinn að stökkva yfir skurðinn" (G/, bls.
9-10).
Stundum fara þær myndir, sem rofið hafa frásögnina, sjálfar á hreyfingu,
til dæmis þegar lýst er draumum:
Hann var á gangi eftir auðri breiðgötu að kvöldlagi, hljóðlaust allt
nema einhversstaðar spilað ámátlega klaufskt á túbu. Snögglega
opnuðust gluggar sitthvorumegin götunnar, hvor gegnt öðrum, og
tvær dúfur flugu kurrandi út. Síðan hvellur, dúfurnar staðnæmdust
1 „Myndbrot" er orð sem áður hefur birst í skáldskap Gyrðis; sjá ljóðið „9“ í
Einskonar höfuð/lausn, Mál og menning, Reykjavík 1985, bls. 10.