Skírnir - 01.09.1990, Side 235
SKÍRNIR
MYNDBROT FRÁ BARNÆSKU
487
O M .. A Q“ (bls. 86). Textaspæjari sér strax tengingu hér; AQ: Allan
Quartermain, ekki síst vegna sjóndeprunnar, og flettir upp atriðinu þar sem
Sigmar les um dauðateygjur þessarar hetju, sem kreppir hönd um
hornspangagleraugun. Svo oft hefur Sigmar horft á hetjuna sína deyja að
„þessi átakanlega lína um gleraugun gerir ekki annað en vekja mér forvitni
um hvort glerin hafi brotnað“ (bls. 19). En það renna á mann tvær grímur
þegar íkorninn er seinna í svipuðum þönkum: „Hagræddi gleraugunum. A
Q, gruflaði hann, þessir stafir á lesspjaldinu ...“ (bls. 92). Er íkorninn
gagnrýnandi í þokkabót? Getur verið að Gyrðir sé öðrum þræði að skopast
að gleraugum rýnandans sem er að kortleggja hjá sér festingar þeirra stoða og
sperra sem halda hinni listrænu byggingu uppi?
I Bréfbátarigningunni eru fjórar sögur, í þessari röð: „Tréfiskur", „Loft-
net“, „Vængmaður" og „Sumarhús". Margt bendir til að grennslast þurfi fyrir
um tengsl sagnanna. Ein persóna, Friðrik, er í öllum sögunum; hann leikur
aukahlutverk í þeirri fyrstu og þriðju, en aðalhlutverk í hinum. Þetta vekur
ótal spurningar um innbyrðis samhengi í bókinni. Er t.d. eitthvert samband
milli drukknunar Heiðu í fyrstu sögunni og þess að í síðustu sögunni er
tvisvar gengið í sjóinn? Nákvæmur lestur leiðir í ljós að viss fyrirbæri skjóta
ítrekað upp kollinum á þann veg að vart er um tilviljun að ræða. Eg ætla ekki
að velja augljósustu dæmin, heldur lítinn þátt, sem reyndar sýnir hvernig
tónlist kemur inn í þann meðvitaða myndverka- og ritlistarheim sem sögur
Gyrðis eru: Axel í „Tréfiski" kveikir á útvarpinu þegar þar er djassþáttur (bls.
20); í „Loftneti" er þess getið að „Frægur amerískur jazzleikari dó í svefni
tveimur nóttum á undan afa, og ég sem var vanur að detta öruggur útaf í hvítri
léreftsskyrtu af pabba, fylltist ugg“ (65). Þessi sami djassleikari er uppi á vegg
hjá Friðrik þegar vængmaðurinn lítur þar inn: „Á veggnum við höfðalagið sé
ég óljóst gulnaða blaðaúrklippu af svertingja með trompet [...] (bls. 109). Ég
leita að ummerkjum um djass í síðustu sögunni, en án árangurs, ég sé einungis
lítinn dreng sem „dró munnhörpu upp úr stuttbuxnavasa, blés og sogaði,
furðulega sorglegir tónar bárust frá þessum litla málmhlut og syntu til okkar
í tæru loftinu" (bls. 122). Og síðar: „Allir sofandi, ekkert hljóð, nema
einsemdarlegur sláttur plasts í vindi, og barningur regndropa" (þetta gæti
verið bréfbátarigning). Ef til vill eru sögur Gyrðis tengdari blús en djassi. Blús
minnir á blátt og í fyrstu þremur sögunum gefur að líta ljósblá, eða „fölblá",
reiðhjól, en í síðustu sögunni eru hjólhestarnir svartir - einsog raunar margt
annað í þeirri sögu. Hvað á að gera við þetta?
Raunin er sú að sögur Gyrðis neita að standa sem lokaðar byggingar.
Jafnvel það hringform sem Gangandi íkorni felur í sér - sagan endar á sama
orði og hún hefst: „Draumsólir“ - lokar síður en svo þeirri byggingu sem
textinn er. Aðferðin ætti að virkja lesandann, fá hann til að leita og taka þátt
í að skapa merkingartengsl og jafnvel búa til myndir úr myndbrotunum. En
hin opna formgerð veldur því að við vitum ekki hvar við eigum að hætta,
engin greinileg mörk eru sjáanleg, og hvenær sem við teljum okkur hafa
gripið fuglinn á flugi kunnum við að fá appelsínu í höfuðið og allt verður
óskýrt. Að vísu er reynandi að leita einsog við leitum í draumi, því yfir