Skírnir - 01.09.1990, Síða 236
488
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
sögunum virðist vaka draumkennd vitund - og það er vart tilviljun að tveim-
ur sögum í Bréfbátarigningunni lýkur í draumi (bls. 91 og 114) og hinum
tveimur strax á eftir súrrealískum draumsýnum (bls. 53 og 141). Fagurfræði
Gyrðis er öðrum þræði súrrealísks eðlis, en sá súrrealismi togast þó um leið
á við naumhyggju og aðskorið form.
Súrrealískur texti sundrar oft hefðbundinni einstaklingsvitund með
taumlitlu myndflæði. I texta Gyrðis birtist slík sundrun ekki síður í þeim
hliðstæðum sem sýnast svo agaðar, til að mynda í persónusköpun. Frá slíku
sjónarmiði er íkorninn ekki bara Sigmar í draumi, heldur einskonar „alter
ego“, eða innbyggður tvífari sem klofnar frá honum - og þá minnumst við
þess að Sigmar lætur sjálfur sem hann komi í staðinn fyrir einhvern annan
dreng, „sem hvarf fyrir mitt minni“ (G7, bls. 21). Þetta tvífaramótíf er ekki
síður áberandi í Bréfbátarigningunnv, Axel er nátengdur bróður sínum en þó
ólíkur honum; vængmaðurinn og Friðrik virðast mjög tengdir, ef hinn
fyrrnefndi er hreinlega ekki sprottinn úr hugarheimi drengsins; eins er það
með drenginn og hjólreiðamanninn dularfulla í sögunni „Sumarhús“. Sú
spurning vaknar hvort þessi „tvískinnungur" eigi ekki jafnframt rætur sínar
í þeim klofningi milli lifaðrar og skrifaðrar bernsku sem ég hef áður fjallað
um. Ef til vill býr í ímyndunarafli barnsins ákveðin „firring“ þess frá sjálfu
sér; það sér sig í ævintýri, les sig í bók (eða lifir bók í sér: „Enn einni bók
skaut upp í kollinum á mér“'), og skynjar sig þá sem „annan“, eða er ýmist
„ég“ og „hann“.1 2 Þannig býr það líka til „annan“, einsog Friðrik í sögunni
„Loftnet": „En ég var farinn að ímynda mér að ég ætti yngri bróður, sem
dveldist um stundarsakir á öðru landshorni, hjá afa og ömmu; undir
blýplötunni. Og þannig fannst mér að ég væri ekki svo mikið einn“ (BR, bls.
71). Þannig að sá rithöfundur sem skrifar um bernskuna hefur ef til vill þekkt
frá barnæsku það tvísæi sem felst í því að skrifa bernskuna.
Gler og hnífur
Sólargeislar gegnumstungu glerveggina.
„Tréfiskur"3
Þegar hefur verið minnst á völundarhús í sögum Gyrðis og mér kemur
stundum slíkt hús í hug þegar ég reyni að gera mér mynd af þessum verkum.
Ekki bara vegna þess að sögurnar eru völundarsmíð, heldur nýt ég þess að
villast og sitja einsog Heiða hjá brotajárnshrúgunni hans Axels, en þar sá hún
1 „Sumarhús", Bréfbátarigningin, bls. 137.
2 Gunnar Harðarson hefur í grein minnst á slíkt persónuflökt, einsog það birtist til
dæmis í ljóðabálki Gyrðis, Blindfugl/svartflug. Sbr. Gunnar Harðarson: „Laumu-
farþegar atómljóðsins", Ljóðaárbók 1989, Almenna bókafélagið, Reykjavík 1989,
bls. 114.
3 Bréfbátarigningin, bls. 22.