Skírnir - 01.09.1990, Page 239
SKÍRNIR
MYNDBROT FRÁ BARNÆSKU
491
Tálgun
Að sjálfsögðu leggur maður engar erfiðar
spurningar fyrir hann, heldur meðhöndlar
hann - sjálf smæð hans freistar til þess - sem
barn. „Hvað heitir þú?“ spyr maður hann.
„Odradek", segir hann. „Og hvar býrðu?“
„Aðsetur óákveðið", segir hann og hlær; en
það er einungis þess konar hlátur sem hægt er
að gefa frá sér án lungna. Hann hljómar líkt og
skrjáf í föllnum laufblöðum. Þar með er
samræðum yfirleitt lokið. Annars eru jafnvel
þessi svör ekki alltaf á reiðum höndum; oft er
hann lengi þögull eins og viðurinn sem hann
virðist vera.
Franz Kafka: „Áhyggjur húsbóndans'*1
Það er ekki einleikið fyrir rýnandann að komast „handan við“ höfundarverk
Gyrðis, svo glögga grein sem hann gerir sér fyrir þeim skynheildum og
kenndum sem leita fram í textanum. Við getum ekki búist við öðru en að hitta
fyrir umbúnað höfundarins hvar sem við hyggjumst grennslast fyrir um
sköpunarvitund „að baki“ sögunum - sú vitund er ofin inn í textann, er sjálf
texti. Líklega er best að hætta að hafa áhyggjur af slíkum eltingarleik, en
leitast fremur við að komast nær því hvaða gagn Gyrðir hafi helst af beittum
hnífum. Svona hefst sagan „Tréfiskur" (BR, bls. 7):
Stelpan sat á stólkolli við útidyrnar, tálgaði með vasahníf, hélt olnbog-
um útfrá sér svo kjóllinn strengdist yfir fuglslega bringu. Stuttklippt
svart hárið, hún var varla eldri en níu ára.
Axel kom út úr hænsnakofanum með bláan plastdall, hann var á
skyrtunni, axlaböndin harðstrengd og belti til öryggis. Andlitið hold-
skarpt, og höfuðið, næstum hárlaust, einsog skorið í tré. Hvítir skegg-
stubbar á hökunni.
Það er ekki aðeins að í þessum lýsingum sé sagt frá stelpu sem tálgar og karli
með höfuð sem er líkt og „skorið í tré“ - heldur eru þetta tvær tálgaðar eða
útskornar myndir.
Benda má á orðalag: kjóllinn strengist, hárið er stuttklippt, axlaböndin eru
harðstrengd, andlit karlsins holdskarpt, höfuðið næstum hárlaust og
skeggstubhar á höku. Jafnframt er efniviður textans allur aðskorinn eða
1 Þýð. Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson, Tímarit Máls og menningar,
3. hefti 1983, bls. 254 (á frummálinu „Die Sorge des Hausvaters").