Skírnir - 01.09.1990, Síða 242
494
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
og fasta andspænis tungumálinu, sýna aðhald, skera niður og þrengja að
málinu; þreifa á sjálfum undirstöðum þess, klæða sig jafnvel í tötra þess, sem
þeir bera þó á nýjan hátt. Þessir höfundar leitast við að laða fram þögnina sem
býr hvarvetna í tungumálinu, en um leið „opna“ þeir málið ekkert síður en
hinir.
Vitaskuld er hér einungis um að ræða gróft tvenndarkerfi og fáir módern-
istar eiga fast heimili nálægt öðrum pólnum. Flestir eru líklega flökkumenn
í þessu tilliti, en Gyrðir á margt skylt með þeim höfundum sem síðar voru
taldir. Eins og þeir hefur hann skapað sér völundarhús einfaldleikans.
Sögur Gyrðis eru „minni bókmenntir", jaðarskáldskapur í ýmsum
skilningi, hvort heldur er litið til tungumáls, sögusviðs, persónusköpunar eða
þess sagnaforms sem hann vinnur með. Hann hefur virt að vettugi ríkjandi
væntingar um þær skáldsagnaformgerðir sem auðveldast hafa átt uppdráttar.1
Og eftir að borgin hefur „slegið í gegn“ sem sögusvið íslenskrar sagnalistar,
fer Gyrðir aftur með okkur út á land, ekki til að upplifa gömlu íslensku
sveitamenninguna enn á ný (afheimar sagnanna eru sem fyrr segir oft af
útlendum toga), heldur til að við getum kannað hvort finna megi mannveru
sem ekki er orðin óforbetranleg félagsvera, dösuð af skarkala fjölmiðla,
stofnana og þéttbýlis. En þessi mannvera stendur ekki þarna fullmótuð; við
leitum hennar á jaðri menningarinnar, í bernskunni, í ævintýrinu, í dýrinu.
Og við reynum að festa hendur á henni í glímunni við þá einkennilegu
söguvitund sem býr í þessum textum. Við hlustum á þessa rödd, þetta undar-
lega skrjáf. Hver er þar fyrir? Kónguló eða dádýr?
(Grein þessi er tileinkuð litlum dreng.)
1 Sú viðleitni hans er nokkuð í ætt við „bókmenntasmágreinar" Þórbergs
Þórðarsonar; sbr. grein mína „Baráttan gegn veruleikanum. Um Þórberg Þórðarson
og bókmenntasmágreinar", Skírnir, hausthefti 1989, bls. 293-314,