Skírnir - 01.09.1990, Page 243
JÓN KARL HELGASON
Fjórir ónúmeraðir fuglar
ísak Harðarson
Snœfellsjökull í garðinum -
Atta heilagra nútímamanna sögur
Kristín Ómarsdóttir
I ferðalagi hjá þér - Sögubók
Mál og menning 1989
Iðunn 1989
Svava Jakobsdóttir
Undir eldfjalli
Forlagið 1989
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Stórir brúnir vxngir ogfleiri sögur
Almenna bókafélagið 1989
I
Menn, gengnir í björg og skóla eru svo oft lífstíðarfangar. Sjá: Þeir
flækjast í hugsun sinni, ruglaðri af fjarlægum stjórnkerfum; festast í
þéttriðnu nednu einsog fuglar, veiddir til matar, til steikingar, til
teinsins. Og þrá þeirra kemst hvergi milli þaulspunninna þráðanna
uppí bláa víðáttuna, heldur kyrkist hægt og hægt í harðskipulögðum,
óslítanlegum nælonlínum fræðibókanna. Hvað veist þú? Sólin skín og
fuglarnir syngja. Og blístra. Spila á harmónikkur. Allt eftir eyrunum.
Hátt uppi og frjálsir, langt ofar vinsældalistunum; ónúmeraðir. Það er
allt og sumt.
Eg tók þessa málsgrein til mín þegar ég las hana í upphafi „Gangandi
Mannssonar“, einnar af átta heilagra nútímamanna sögum Isaks Harðarsonar
í safninu Snxfellsjökull í garðinum (s. 88). Eg kannaðist við eigin göngu í
háskólabjörgin og spurði samstundis hvort umfjöllun mín um smásögur
þeirra Isaks, Kristínar, Svövu og Sveinbjarnar væri dæmd til að stöðva flugið,
verða ófullkomin tilraun til að fanga skáldskapinn í þéttriðið net kenninga,
kyrkja hann „hægt og hægt í harðskipulögðum, óslítanlegum nælonlínum
fræðibókanna," steikja í röklegu samhengi og bera steindauðan á borð á
þessum síðum, kannski með kartöflum og tómatsósu.
Var eftilvill vænlegra að gefast upp strax? Sólin skín og skáldin syngja,
blístra eða spila á harmónikkur; allt eftir eyranu - persónubundnum skilningi
lesandans. Tilraun mín til að númera þessa fugla, skipa þeim niður á vin-
sældarlista væri dæmd til að mistakast; gera viðfangsefninu rangt til. Eina
rökrétta niðurstaðan væri að halda að sér höndum, snerta ekki lyklaborðið,
nema kannski til að vélrita: Skáldin syngja, það er allt og sumt.
32 — Skírnir