Skírnir - 01.09.1990, Page 244
496
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
Og vissulega var það freistandi; sérstaklega þar sem sólin skein í raun og
sannleika og lífið beið mín fyrir utan með óskoruð glæsimörk og syngjandi
fugla (þessafiðruðu). Afhverju að skilgreina lífið í stað þess að njóta þess? Ég
var kominn hálfa leið útúr dyrunum, á stuttbuxum, þegar örlítill bakþanki
tafði fyrir mér. Ég hafði ekki alveg áttað mig á muninum á ævilöngu fangelsi
mínu í völundarhúsi fræðikenninga og þeim vistarverum tungumálsins sem
skáldin hafast við í. Mér þótti í fljótu bragði að á þeim væri stigsmunur en
ekki eðlismunur. Á svipaðan hátt og starf mitt miðaði að því að fanga kjarna
skáldskaparins í net fræðikenninga, miðaði ekki starf skáldsins að því að
fanga kjarna lífsins í net orðanna?
Isak Harðarson (Golan) átti greinilega von á þessari og viðlíka spurn-
ingum. Hann hafði svör á reiðum (þó ekki sárreiðum) höndum í greininni
„Net tilað veiða vindinn“ sem birtist í Ljóðaárbók 1989 (Almenna bóka-
félagið 1989). Þar skilgreinir Isak heim listarinnar sem andstæðu við heim
skilgreininganna, hvar augnablik sjálfrar sköpunarinnar er gersamlega
skilgreiningalaust, meðan augnablik skilgreiningarinnar er gersamlega
ólistrænt. Djúpið milli þessara tveggja heima er djúpið milli fæðingar og eyð-
ingar, lífs og dauða. Skáldin reyna með (öðrum) orðum að endurskapa kjarna
lífsins í verkum sínum, fræðimönnunum hættir til að murka þetta líf úr
viðfangsefnum sínum:
Skilgreiningar og jarðbundin skynreynslurökhyggja eru bestar til
síns brúks, en þær duga manninum hvergi einar sér til lengdar. Það er
ekki hægt að greina lífið „sundur í einstaka þætti“ nema stoppa það
fyrst - og stoppað líf er ekki líf heldur dauði. Það er ekki hægt að
„brjóta til mergjar“ lifandi manneskju nema að drepa hana um leið,
einsog raunar allir vita sem einhverntíma hafa tætt sundur flugulíkama
tilað geta handfjallað lífið sem í honum býr. (s. 103)
Isak biður lesandann samt um að misskilja sig ekki; aðferðir fræða og lista eru
báðar nauðsynlegar til að maðurinn geti öðlast fyllri og dýpri skilning á
tilveru sinni, segir hann, og þær miða í raun báðar að því að „taka í hendina
[svo] á einfaldleikanum“, „nálgast hið ósagða og ósegjanlega sem er sjálfur
kjarni eða andi manns og lífs“.
Hættan er aðeins ein; að menn staðni og fari að taka verkfærin fyrir
viðfangsefnið. Þá halda menn að skilgreiningar á veruleikanum séu
veruleikinn sjálfur. Þá dásama menn ljóðið sem net tilað veiða vindinn
og gleyma vindinum. - En þegar best tekst til er ljóðið ekki net tilað
veiða vindinn heldur vindurinn sjálfur, og getur borið mann langan veg
- um stund. (s. 106)
Mér þykir eftirtektarvert að ísak skiptir hér um andlag þegar hann ræðir um
viðfang skilgreininga annars vegar og skáldskapar hins vegar. I fræðimennsku
notum við tungumálið til að lýsa veruleikanum; með því að koma reglu á