Skírnir - 01.09.1990, Page 245
SKÍRNIR
FJÓRIR ÓNÚMERAÐIR FUGLAR
497
orðin teljum við okkur trú um að heimurinn sé reglulegur og viðráðanlegur.
Þegar best tekst til í skáldskap (og nú vona ég að ég skilji Isak rétt) er tungu-
málið hins vegar ekki notað til að lýsa einhverju öðru en sjálfu sér, það er ekki
milliliður milli manns og heims, heldur skapar það sinn eigin heim, sjálf-
stæðan veruleika. (Lítið dæmi um þessa sjálfslýsingu tungumáls er nafnið á
fyrstu ljóðabók ísaks, Þriggja orða nafn.) En ef skáldinu mistekst að skapa
sinn eigin veruleika - ef skáldskapurinn er bara net til að höndla einfald-
leikann, sambærilegt við fræðikenningarnar - virðist skáldskapariðkunin
vera, svo notað sé myndmál ísaks, eftirsókn eftir vindi.
II
Eftir þennan formála hlýt ég að spyrja sjálfan mig hvort nokkur lesandi sé
eftir á hinum enda línunnar. Líkurnar eru
a) að hann/hún hafi sannfærst um að best sé að vera í beinu sambandi við
tilveruna
b) að hún/hann hafi sannfærst um að best sé að vera í beinu sambandi við
skáldskapinn.
Ef um er að ræða b)-lesanda er eins líklegt að hann/hún hafi hent Skírni
frá sér, hlaupið út í næstu bókabúð og keypt smásagnasöfnin fjögur sem eiga
að vera til umræðu á þessum síðum. (Lán á bókasafninu kemur líka til greina.)
Þessi lesandi situr kannski þessa stundina einhvers staðar undir sólinni og les
smásöguna „Hitt augað“ í Stórum brúnum vœngjum sem samkvæmt skil-
greiningu sögumannsins „er saga um að sjá. Og ekki sjá. Og að sjá eitthvað
sem er ósýnilegt“ (s. 96). Þetta hljómar kunnuglega, minnir á orð ísaks um
það ósagða og ósegjanlega, þrá okkar til að höndla einfaldleikann.
Ef væri ekki fyrir andóf Isaks væri ég líklega önnum kafinn við að hengja
„Hitt augað" á öngul með íslenskum smælingjasögum þar sem söguhetjan og
jafnframt sögumaður er þrettán ára drengur sem hefur verið blindur á öðru
auga frá fjögurra ára aldri, auk þess sem drepnir eru tveir fuglar á þeim tíu
blaðsíðum sem sagan þekur. En ég hef látið segjast og væri líklega farinn út
í sólskinið til ykkar hinna ef það hefði ekki truflað mig að sögumaður Svein-
bjarnar tók upp á þeim ósið að skilgreina um hvað saga sín fjallaði.
Skilgreiningin í upphafi sögunnar sem vitnað er til hér að ofan er að vísu
þokkalega tvíræð, en hún leggur frásögnina engu að síður upp sem táknræna
frásögn (net til að veiða eitthvað annað); ekki veruleika í sjálfri sér. Þessi
skilgreining er hluti að inngangi þessa þrettán ára Hómers sem samkvæmt
sögunni er að tala inn á kassettu til vinar síns, hans Jóa. Hann biður Jóa um
að vera ekki dapran þótt hann (sögumaður) sé að missa sjónina alveg vegna
uppskurðar við krabbameini í hinu auganu. Upprifjun á æskuminningu
þeirra beggja muni leiða í ljós að það sé ekki ástæða til að örvænta.
Á eftir fylgir áhrifarík lýsing á því þegar þeir félagarnir voru í sveit sem
strákar og gerðu tilraun til að lina þrautir vængbrotinnar dúfu með því að
snúa hana úr hálsliðnum. Þeir ætluðu að fara að dæmi Gústa, vinnumanns eða