Skírnir - 01.09.1990, Síða 252
504
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
Fleiri slík dæmi má taka úr síðustu sögunni sem við finnum Undir
eldfjalli; í smásagnasafni Svövu Jakobsdóttur. Þetta er „Saga bróður míns“.
Systirin, sögumaðurinn, er tveggja barna einstæð móðir, lærð og starfandi
fóstra en vinnur auk þess í sjoppu á kvöldin
af því ég álpaðist til að fara í fóstrunám eftir stúdentspróf og enginn
brauðfæðir fjölskyldu á laununum þeim. Áreiðanlega allt honum að
kenna. Eða mömmu. Fóstrunámið, á ég við ... Passaðu hann. Flafðu
ofan af fyrir honum. Sami söngurinn þangað til ég var orðin svo
heilaskemmd að mér kom ekki til hugar önnur iðja. (s. 100)
Margendurtekin orð, „sami söngurinn", skapa systurinni örlög, skipa henni
í hlut-verk fórnfúsu konunnar sem á að gæta bróður síns.
Systirin hefur ofan af fyrir bróður sínum á unga aldri með því að segja
honum sögur, „endalausar sögur“. Hún nær valdi á hlutverki sínu, á
bróðurnum, í gegnum tungumálið, en það vald nær líka tökum á henni:
Ég held að hann hafi dáleitt mig með athygli sinni. Atburðarásin
speglaðist í síkviku samspili ljóss og skugga í hlustandi augunum. Það
var eins og ég talaði niður í brunna og gæti hrært vatnið með orðum
mínum og með þessa síleiftrandi augasteina fyrir framan mig sem léku
hvert atriði sögunnar, fundu til, skelfdust og glöddust eins og hann
væri sjálfur orðinn sögupersónan ... (s. 102)
Bróðirinn er auðvitað sögupersóna í sögu Svövu, en í frásögn hennar af
frásögn systurinnar erum við lesendur í sporum bróðurins: Ef sagan nær valdi
á okkur finnum við til, skelfumst og gleðjumst eins og við séum sjálf orðin
sögupersónan, sá bróðir sem Svava/systirin hefur ofan af fyrir. Ef það gerist
getum við lesið okkar eigin örlög á þessum síðum, við erum merkt, eins og
bróðirinn með fæðingarblettinn á enninu.
Systirin segir bróður sínum „alvörusögur, þjóðsögur" um karlmenn
ættarinnar, sérstaklega um afa og langafa þeirra systkina.
Ekki einleikið hvað þeir komust í þjóðsögur, karlmenn ættarinnar, þó
við séum svo sem ekkert merkilegt fólk, meira að segja fremur
umkomulaust fólk, ég meina engin ætt sem á sér nafn, hvergi skráð í
annála eða alvöruættartölur, eiginlega varla til í veruleikanum, en hann
fékkst ekki um það, áfjáður að heyra þjóðsögurnar og þreyttist til
dæmis aldrei á sögunni um álfkonuna og afa þegar hann var lítill
drengur með mömmu sinni í sveitinni. (s. 102)
Þessi saga er um för afans/drengsins um álfabyggðir, þar sem hann lætur,
þrátt fyrir aðvaranir móður sinnar, heillast af álfkonu og gengur með henni
í björgin. Á síðustu stundu, áður en hann þiggur kræsingarnar sem bornar eru
á borð fyrir hann á þessum hreina, fagra, góða, friðsæla bæ, rankar hann við
sér og gengur aftur á bak út, en það er eina ráðið til að komast klakklaust úr