Skírnir - 01.09.1990, Blaðsíða 253
SKÍRNIR
FJÓRIR ÓNÚMERAÐIR FUGLAR
505
hýbýlum álfa. Eftir þessa heimsókn er hann ólánsmaður, hann dreymir um
faðmlög sem munu létta álögunum; álfkonan á eftir að seiða hann aftur til sín.
Þessi saga nær ekki bara valdi á athygli bróðurins, heldur lífi hans öllu.
Fæðingarbletturinn á enninu er ættarfylgja, Kainsmerki - bölvun næstelsta
bróðurins -og í samræmi við þjóðsöguna túlka þau systkinin ástarsamband
hans við eiginkonu besta vinar síns sem endurtekningu á göngu afans í
álfaklettinn. Honum hefur naumlega tekist að ganga aftur á bak út úr sam-
bandinu en í rás sögunnar fær hann systur sína til að keyra sig í lokaheimsókn
í sumarbústað til þessarar nútíma álfkonu, enda þótt systkinin viti bæði að
þetta verði óheillaferð. „Ég held þú sért bara í álögum, svei mér þá,“ verður
systurinni að orði (s. 110).
Daginn eftir finnst bróðirinn látinn ásamt eiginmanni álf-/eiginkonunnar
úti á víðavangi. Þeir virðast hafa verið á rjúpnaveiðum. Eiginmaðurinn er með
banvænt skotsár, bróðirinn hefur orðið úti.
Lögreglan segir að hann hafi drepið besta vin sinn ... en hvort það
var voðaskot eða morð. Það finnst lögreglunni ekki svo gott að segja.
[... Eiginkonan] lætur sem hún hafi engan hlut átt að ... segir að hann
hafi komið í bústaðinn þeim að óvörum, óboðinn ... lætur líta svo út
sem hann hafi þrengt sér inn í líf þeirra, verið í uppnámi og til alls vís
og gefur undir fótinn með að hann hafi myrt vin sinn með köldu
blóði ... (s. 115)
Systirin sér ofsjónum yfir ofurvaldi eiginkonunnar yfir bróðurnum, en
það er eins líklegt að hún sjálf sé hin sanna álfkona í lífi hans. Hann er í æsku
heillaður af sögum hennar, hann er undir álögum tungumálsins, en hafnar
henni þegar þau vaxa úr grasi. Hann er merktur/ólánsmaður upp frá því.
Hann tekur saman við eiginkonu vinar síns og er dæmdur til að láta álögin
um hefnd álfkonunnar/systurinnar rætast á sjálfum sér. Bróðurmorðið er þar
með ekki morð bróðurins á vini sínum heldur systurinnar á bróðurnum, eins
og hana virðist sjálfa gruna:
Það var bara ég sem skrökvaði að honum, sagði honum allar þessar
sögur sem hann misskildi. Hvað hefur hrærst í höfðinu á honum
gegnum tíðina? Of seint að spyrja. Of seint að spyrja um skilning eða
leiðrétta. Sagðar sögur verða ekki aftur teknar. (s. 115-16)
En hún segist geta sagt nýja sögu um bróður sinn, sögu sem er langlífari en
dagblaðsfréttirnar og hreinsar mannorð hans. „Ég get leyst hann. Þurrkað út
gömlu sögurnar" (s. 116). Hún reynir þetta með því að endurskapa atburðina
í sumarbústaðnum og á heiðinni. Kaldhæðni frásagnarinnar felst hins vegar
í því að í stað þess að velta ábyrgðinni yfirá eiginkonuna, leiðir hún í gegnum
gjörvalla söguna sína eigin sekt í ljós.
Systirin missir meira að segja tökin á þeim hluta sem á að bjarga mannorði
bróðursins. Hún viðurkennir að hann er þar „eins og álfur út úr hól,
uppskáldaður í einhverri sögu systur sinnar“ (s. 118). Og undir lokin missir