Skírnir - 01.09.1990, Page 254
506
JÓN KARL HELGASON
SKÍRNIR
hún tökin á honum, tökinni á frásagnarhefðinni, tungumálinu. í endurgerð
hennar á heiðavíginu velur bróðirinn eiginkonu nýlátins vinar síns fram yfir
systur sína. „Hann breiðir út faðminn á móti henni! Hann réttir henni
höndina!" Lokaorð systurinnar eru: „Þú mátt ekki... þú mátt ekki gera mér
þetta!“ (s. 122).
Hvað get ég sagt? Saga af sambandi álfkonu og manns er margföld. Hún
er römmuð inn í samband rithöfundarins og lesandans, Svövu og mín. Orlög
bróðurins eru ráðin; sjálfstæði hans felst í að velja á milli þess að gangast
systurinni eða eiginkonunni á vald. Og örlög mín? Get ég gengið aftur á bak
út úr „Sögu bróður míns,“ út úr völundarhúsi tungumálsins, eða þeim
háskólabjörgum fræðanna sem ísak nefndi í upphafi þessa texta? Eða er ef til
vill réttara að beina þessari spurningu til þín, bróðir?
VI
Ef orðin hérna á síðunum nálgast að vera viðbragð við einhverju þeirra
fjögurra smásagnasafna sem talin voru upp í byrjun er það vonandi bók ísaks
Harðarsonar, Snæfellsjökull ígarðinum. Eg ætla að spilla því eins lítið og hægt
er en get þó ekki annað en furðað mig á að Isak skyldi eyða tíma og orku í
að skrifa bókina. Tökum lokasöguna, „Rósir og vélar við hafið,“ sem dæmi.
Þar reikar Jósef eftir strandlengju í roki.
En hafið glefsaði. Og þú varst þar að sjá niðrí gin þess. Og
stormurinn keyrði hár þitt aftur og aftur aftur. Með hafslefu. Þú veist;
salti. Og allt feyktist saman. Einsog brot í svar: Allt féll í skorður sínar.
Um fimmtung augnabliks. í heila mynd.
Jú, auðvitað varst þú í myndinni - mikil ósköp! Það sástu. Strax. Og
myndin var í þér. Og þú og myndin þekktuð ekki hvort annað sundur:
Það gekk ekki ljósið á milli ykkar! Og þið voruð. Endalaust. (s. 123-
24)
Þá snýr Jósef aftur inn í þorpið. „I litlum gluggum blikuðu gul ljós og bláir,
flöktandi sjónvarpseldar.“
Og þú opnaðir dyrnar, og vina þín sagði: Jósef, nú hendum við
árans tækinu! Myndin er alveg farin!
En þú togaðir hana útí gættina og bentir útí storminn. Og tunga þín
sletti salti: Víst er mynd! Og þessi líka skíri raunveruleiki! (s. 125)
Fyrri myndin af Jósef og glefsandi hafi er auðvitað ekki „þessi líka skíri
raunveruleiki" heldur orð í smásögu sem hvetur mann til að hætta að horfa
á sjónvarpið og jafnvel að hætta að lesa, þar á meðal bók ísaks Harðarsonar
og greinina „Fjórir ónúmeraðir fuglar“ en vera þess í stað í beinum tengslum
við raunveruleikann. Þar sem þetta er lokaniðurstaða ísaks skiptir hún engu