Skírnir - 01.09.1990, Page 274
526 FREGNIR AF BÓKUM SKÍRNIR
vegna þess að þær sýna að frönskukunnátta á Islandi á 13. öld hefur verið
meiri en almennt hefur þótt trúlegt hingað til.
í grein Allans Karkers fá Norðmenn örlitla „sárabót“ fyrir þær sögur sem
þeir virðast nú hafa glatað til íslendinga. Karker skrifar um norsk máláhrif
(„norvagisma") í Norsku lögum Kristjáns fjórða, sem prentuð voru árið 1604
- og reyndar á dönsku. Þessi lög leystu af hólmi Landslög Magnúsar
lagabætis frá 1274, en tóku þó í arf frá þeim ýmis málleg einkenni. Karker
bendir á að þessi norsku máláhrif sýni bæði vanda þeirra sem sömdu Norsku
lögin og umburðarlyndi danskra stjórnvalda í mállegu tilliti.
Magnus Rindal tekur einnig til umræðu mállegt atriði úr norskum lögum.
Hann skrifar um dagsheitið „Tokketysdag“ sem þar kemur oft fyrir en í mjög
mismunandi mynd. Menn hafa því ekki verið á eitt sáttir um hvaða merkingu
beri að leggja í orðið. Niðurstaða Rindals er að upphaflega hafi dagurinn
verið nefndur „tökutýsdagur", enda hafi menn þá tekið á móti jarða-
afgjöldum.
Um málleg einkenni í norskum lögum skrifa tveir fræðimenn til viðbótar.
Ole Widding ræðir um nokkur málleg sérkenni í einu handriti hinna eldri
Gulaþingslaga sem hann telur að megi nota til að aldursgreina einstök lög.
Kjell Venás skrifar einnig um Gulaþingslög og tíundar hvernig orðið
„maður“ er notað þar. í grein hans kemur fram að það hafi oftast merkt mann
almennt (karl eða konu), en hafi líka verið notað eingöngu um karlmann eða
(sjaldnar) konu.
Líkt og Kjell Venás veltir Hermann Pálsson fyrir sér einu orði, staðar-
heitinu „Engilsnesi", sem víða er nefnt í fornum norrænum ritum og varð
m.a. á vegi þeirra pílagríma sem lögðu leið sína til landsins helga. Um það
hvar þessi staður er hafa verið skiptar skoðanir og leitast Hermann við að
leysa þann vanda í grein sinni.
Tveir höfundar skrifa um sérhljóðasamræmi („vokalharmoni") í forn-
norrænu, - en í því fólst að hljóðgildi áherslulausra endasérhljóða tók mið af
undanfarandi áhersluatkvæði. Eyvind Fjeld Halvorsen gerir m.a. að sérstöku
umræðuefni umskiptin a > æ (hafa - hafæ) og telur að þau séu ekki afleiðing
sérhljóðasamræmis líkt og e/i og o/u.
Egil Pettersen skrifar hins vegar um sérhljóðasamræmi í suðvesturnorsku,
en hingað til hefur sú skoðun verið ríkjandi að þessa samræmis hafi ekki gætt
þar. Þessari hugmynd andæfir Pettersen og sýnir fjölmörg dæmi úr norskum
miðaldabréfum máli sínu til stuðnings.
Erik Simensen skrifar einnig um málfræðilegt atriði. Grein hans fjallar um
orðasambandið „á/af ... vegna“ sem komst inn í norskt og íslenskt mál þegar
á 14. öld fyrir lágþýsk áhrif. Simensen sýnir hvernig orðasambandið festi sig
smám saman í sessi í Noregi en hvarf svo til alveg úr íslensku máli, eins og sést
á því að einungis-eijpdæmi um það fannst í Orðabók Háskólans („á minna
vegna“), og það frá Halldóri Laxness.
Bjarne Fidjestol fjallar um fyllingarorðið „of/um“ í fornnorrænum
skáldskap og þá kenningu Hans Kuhns að samræmi sé milli aldurs texta og
tíðni orðsins. í greininni segir Fidjestol frá tölfræðilegum athugunum sínum