Skírnir - 01.04.1993, Page 220
214
GARYAHO
SKÍRNIR
þrifalitlar lýsingar reyndra klifurkappa á Heklu benda í svipaða átt (sjá
Bryce).
Dagbækurnar geyma fleiri eftirminnilegar lýsingar. Þær bregða upp
mynd af tilfinningamanninum Ólafi Stefánssyni sem dregur stoltur fram
(rétt eins og hann átti eftir að gera tuttugu árum síðar þegar Hooker,
Holland og Mackenzie voru á ferð) gjafirnar sem Banks hafði gefið hon-
um sautján árum árum áður. Hann sýnir gestunum líka fjölda viður-
kenninga og verðlauna sem honum hefur hlotnast og loks dóttur sína í
íslenskum brúðarklæðum. Dagbækurnar segja ennfremur frá dularfullri
heimsókn ókunnugs manns út í skipið klukkan tvö að nóttu og undrun
Baines þegar hann kemst að því að þarna er á ferð valdamesti danski
embættismaðurinn á Islandi, Levetzow greifi. Það kemur Wright
skemmtilega á óvart hve margar tegundir víns eru bornar fram þarna í
opinberri veislu og hann lýsir því hve ánægðir íbúar Reykjavíkur verða
þegar áhöfn skipsins efnir til dansleiks úti á túni við fiðluundirleik. Hann
segir frá konungsfálkunum og umsjónarmanni þeirra sem eru í sérstöku
húsi í bænum og frá heimsókn sinni til biskupsins í Skálholti sem talar
reiprennandi þrjú tungumál. (Margar síðari lýsingar draga upp sambæri-
lega mynd af lærðum kennimönnum). Wright heimsótti líka konu „sem
alið hafði barn nokkrum klukkustundum áður“. Hún lá undir þykkum
ábreiðum „og náði vart andanum" og „barnið var sveipað í reifar úr
grófu vaðmáli - svo ótrúlega þétt að það var helblátt í framan“ (s. 62).
Wright tekur ábreiðuna af barninu og reynir að koma föðurnum í skiln-
ing um að það megi ekki vefja því svona inn. Þar með lýkur sögunni.
Mannlýsingar Wrights er sjaldnast jafn ítarlegar og lýsingar hans á
gróðri og steinum. Þarna bregður engu að síður fyrir fólki, við verðum
nokkurs vísari um líf innfæddra í litlum, dimmum, skítugum og illa þefj-
andi hreysum. Þessar svipmyndir eru undanfari ítarlegri lýsinga í bókum
Hookers og Hendersons á fátæktinni á Islandi í lok átjándu aldar og í
upphafi þeirrar nítjándu.
Dagbækurnar draga einnig upp trúverðuga mynd af einstökum
manni, leiðangursstjóranum unga. Stanley var aðeins tuttugu og tveggja
ára og hann vekur ávallt aðdáun, hvort sem hann fæst við að deila út
kindakjöti eða kjarki (rommi), róa skelkaða sjómenn, semja um leigu á
hestum, hjálpa Baines við að setja upp mælingartæki sín eða klífa Snæ-
fellsjökul. Mörgum árum síðar skrifaði Stanley athugasemdir við suma
kaflana í dagbókunum og eru þær að jafnaði bæði skýrar og skemmtileg-
ar. Það er synd að West skuli hafa falið þær aftanmáls í útgáfu sinni.
Margar þeirra verðskulda betri örlög, þar á meðal ummæli Stanleys um
Færeyinga og áætlanir Breta um að leggja Island undir sig, sem og minn-
ingar hans um danska stiftamtmanninn yfir Islandi, Levetzow greifa, og
dapurleg örlög hinnar fögru greifynju hans. Lýsingar Stanleys á Snæ-
fellsjökli eru hrífandi fagrar og margt á þeim að græða, eins og þegar