Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 9
Amór Hannibalsson
Mannaveiðari
(Jesús sagði við þá: Komið og fylgið mér, ég mun láta yður verða mannaveiðara. Mark.
1,17)
Það skiptir miklu máli fyrir ungan mann að hafa samskipti við sér eldri
menn og reyndari. Þegar ég kom heim frá námi árið 1960 eftir sex ára
útivist var ekki til margra að leita. Sálfræðingafélagið var mín happa-
höfn. Þar vom þeir Símon Jóh. Ágústsson og Matthías Jónasson í fyrir-
rúmi. Á þessum tíma beindi þetta félag kröftum sínum að ástundun fræða.
Það var ekki fyrr en seinna að það varð að kaupkröfufélagi. Mjög
fljótlega eftir heimkomuna var ég tekinn í þetta félag. Þar kynntist ég
eftirminnilegum mönnum. Þeirra á meðal var Sigurjón Bjömsson, sem
síðar réði mig til starfa í Geðvemdardeild bama í Heilsuvemdarstöð
Reykjavíkur. Þar hitti ég og Ólaf Gunnarsson frá Vík í Lóni. Hann starf-
aði um þær mundir fyrir Reykjavíkurborg. En hann hafði og mörg jám í
eldinum. Hann var fréttaritari fyrir norræn blöð og mikill áhugamaður
um öll mannleg málefni. Það leið ekki á löngu þar til ég heimsótti Ólaf á
heimili hans og konu hans Júdit, við Langholtsveg. Fyrr en varði tók
Ólafur mig með sér á fund í félagi, sem ég hafði ekki áður heyrt um. Það
hét Menningarsamtök háskólamanna. Frá fundum þeirra samtaka minnist
ég margra' ágætra manna. Þar var Benjamín H.J. Eiríksson, bankastjóri,
Arinbjöm Kolbeinsson, læknir, Skúli Norðdahl, arkitekt, og þar var séra
Jóhann Hannesson, prófessor. Þegar ég nú reyni að lyfta upp úr djúpi
gleymskunnar því sem gerðist á fundum þessara samtaka, held ég að ég
minnist helzt þeirra Benjamíns og séra Jóhanns. Ég held að séra Jóhann
hafi verið einn máttarstólpi þessara samtaka. Hann var brennandi í
andanum og lagði mikið á sig til að leggja mál fyrir til umræðu.
Þeir ágætu menn sem þama komu saman spurðu mig ekkert um það,
hvaðan ég kæmi eða hverra manna, og var mér það mikill léttir frá því
sem ég hafði kynnzt annarsstaðar. Ég var atvinnuleysingi, að vísu með
háskólapróf, en um það var heldur ekki spurt. Það var bara beðið um
þátttöku í umræðum. Ég lagði ekki mikið til málanna. Ég man ekki eftir
að hafa unnið neitt mál frá gmnni. En það gerðu þeir sem þama vom
fyrir.
Um það efni minnist ég helzt séra Jóhanns. Hann hlaut að vekja athygli
hvar sem hann kom. Hann minnti bæði á íslenzkan bónda og kínverskan
speking, eins og þeir líta út á gömlum myndum. Um þessar mundir bar
séra Jóhann íslenzk böm sérstaklega fyrir brjósti. Það var ekki hans siður
að bollaleggja bara um málin. Hann rannsakaði þetta málefni með
7