Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 10
Amór Hannibalsson
vísindalegri nákvæmni. Hann vildi fá að vita, hvemig íslenzkum bömum
leið í skólum. Hann hafði séð böm þyrpast með hrópum og köllum út úr
skóla síðasta kennsludag að vori, þeyta kennslubókum í köst og kveikja í.
Séra Jóhann fór á vettvang og talaði við nemendur og kennara. Niður-
stöður athugana hans vom, að bömum liði ekki nógu vel í skólum. Hann
vildi að kennsla vekti áhuga og að bömin þyrsti í það sem fram var
borið. Bam, sem brennir kennslubók að vori, hefur ekki mikla ástríðu til
náms, námið er því eitthvað framandi sem er troðið upp á það. Séra
Jóhann vildi að skólar glæddu áhuga á að vita sífellt meira. Hann velti því
fyrir sér hverju þyrfti að breyta í hinu innra starfi skólanna, til þess að
svo mætti verða. Því beindist athygli hans að menntun kennara. Eg man
það skýrt og greinilega, að einn daginn kom séra Jóhann á fund í
ofannefndum samtökum með þykka doðranta um þroska bama. Hann
fletti fljótt upp á viðeigandi stöðum og merkti við með því að setja fingur
milli blaða, og voru fljótt allir fingur uppteknir. Viðfangsefnið var
hvemig sjónskyn bama þroskast. Séra Jóhann hafði komizt að þeirri
niðurstöðu með því að grandskoða þessar sálfræðibækur, að böm væm
hæf til að meta fjarlægðir og hraða við tíu ára aldur, en ekki fyrr. Hann
leit því svo á, að þeir sem hanna hið ytra umhverfi bama (götur,
umferðarmannvirki o.s.frv.) yrðu að taka tillit til þessa og reyna að gera
ferðir bama um götur borgarinnar sem hættuminnstar, einkum þó þær
leiðir sem böm fara að heiman frá sér í skóla. Á þessum tíma var enn
ekið á vinstri vegarhelming á íslandi, en rætt var um að fara yfir á hinn
vegarhelminginn. Arinbjöm Kolbeinsson, læknir, var einmitt einn af
forystumönnum þeirrar umræðu. Ég man að samtökin létu frá sér fara
ályktanir, og var þeirra getið í blöðum.
Svo vel vill til, að síðasti formaður Menningarsamtaka háskólamanna,
Skúli H. Norðdahl, arkitekt, hefur varðveitt fundagerðabækur samtak-
anna. Ég fékk þær lánaðar hjá honum og af þeim blöðum er hægt að
hressa upp á minnið. Þessar heimildir bera það með sér, að nefnd samtök
hafa verið hvað hressust á árinu 1963. Ég sé þar, að ég hef verið tekinn
inn í samtökin þann 13. maí 1963. Fundagerðimar sýna, að þar hafa
margir góðir menn lagt hönd á plóginn við að semja álitsgerðir um
öryggismál bama og unglinga, um fjölmiðlun og um fræðslumál bama-
og gagnfræðastigs. I ályktun um öryggismál bama er lögð áherzla á að
miða þurfi húsagerð og skipulag við þarfír fjölskyldunnar. Bömum þurfi
að ætla rými bæði heima hjá sér og úti við til leikja og íþrótta. Skólar eigi
að hafa húsakynni fyrir bóka- og lestrarsal, föndur, listir og íþróttir. Þeir
þurfi að eiga nægilegt land fyrir leiki og íþróttir. Skólamir eigi að vera
okkar æskulýðsheimili. Með þessu móti er stuðlað að jákvæðu viðhorfi
nemendanna til skólanna. Umferð skuli skipuleggja þannig, að böm séu
ekki í hættu, þegar þau fara að heiman frá sér og í skólann.
Þá sé ég í þessum gögnum, að fundur hefur verið haldinn í samtök-
unum þann 20. marz 1963. Eíhi fundarins var þjóðamppeldi. En umræð-
ur snemst um það, hversu hanna skuli íbúðir, svo að þær samrýmist sem
bezt hinum raunvemlegu og hinum æskilegu hegðunarvenjum okkar. Þar