Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 27
Gunnlaugur A. Jónsson
Að leggja nýtt land undir
konungsríki Jesú Krists
Af starfinu á kristniboðsakrinum í Kína
„Kristniboð, það er að leggja nýtt land undir konungsríki Jesú Krists. Og
til þess er ferðin farin. Að þessu mun ég með Guðs hjálp vinna, hvort
sem ég er á íslandi eða í Kína, hvort sem starfið er blítt eða strítt, hvort
sem friður verður eða styrjöld skellur á. Konungurinn Kristur er sjálfur
með í förinni, og heldur hendi sinni yfir veikum bömum sínum. Hvers
vegna skyldi þá ekki þræll hans vera fús til að fara? Yfir hverju skyldi þá
þjónninn kvarta? Ég er enginn höfuðsmaður í Guðs ríki, heldur aðeins
einn af þjónum Jesú Krists.“ Þannig komst Jóhann Hannesson meðal
annars að orði í kveðjuerindi er hann flutti í útvarp áður en hann lagði
upp til Kína öðm sinni.1
Sá hluti fjölbreytilegrar starfsævi Jóhanns Hannessonar sem mestum
ævintýraljóma er umlukinn em starfsár hans á kristniboðsakrinum í Kína.
Þar var hann við störf sleitulítið á ámnum 1939 til 1952, en allan þann
tíma geisaði styrjöld í landinu. Það þýddi að sjálfsögðu að oft var erfitt að
halda úti hefðbundnu kristniboði. En Jóhann var ekki einungis við
hefðbundið kristniboð, heldur kenndi hann einnig kínverskum prests-
efnum í Chungking og Hong Kong og gegndi um skeið störfum rektors
prestaskóla í Hong Kong.
Hér verður leitast við að gera nokkra grein fyrir starfi séra Jóhanns og
frú Astrid konu hans meðal Kínverja. I greininni er byggt á því sem
Jóhann hefur skrifað á ýmsum stöðum, einkum fréttabréfum hans er
birtust í Bjarma, ýmsum gögnum sem Astrid Hannesson hefur vinsamlega
látið mér í té og síðast en ekki síst er fyllt upp í eyðumar með viðtölum
við Astrid og Valgerði, systur séra Jóhanns.
Vígður kristniboðsprestur
Hinn 27. júní 1937 var Jóhann Hannesson vígður kristniboðsprestur, og
var hann fyrsti íslendingurinn til að taka slíka vígslu. í vígslubréfi fyrir
trúboðsprestinn séra Jóhann Hannesson, dagsett sama dag, segir:
i Erindi þetta, „Til hvers er ferðin farin?“ birtist í Jólaklukkum 1948, s. 3-7.
25