Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 28
Gunnlaugur A. Jónsson
Jón Helgason, dr. theol. biskup yfir Islandi, sendir öllum þeim, er þetta bréf lesa eða
heyra, kveðju Guðs og sína.— Kunnugt gjörist. Kandídat í guðfræði Jóhann
Hannesson, sem á næstliðnu ári lauk embættisprófi í guðfræði við háskóla vom og
ráðinn hefur verið til trúboðsstarfs meðal heiðinna þjóða af trúboðsfjelaginu „Det
norske Missionsselskap", hefir, að fengnu konunglegu leyfi til vígslutöku sem
trúboðsprestur, í dag verið vígður af mjer, með yfirlagningu handa og samkvæmt
þeim reglum, sem fyrirskipaðar eru í kirkju vorri, til heilags prests- og
prjedikaraembættis að evangelisk lúterskum sið ...
Eins og rakið er annars staðar í þessu hefti,2 vaknaði kristniboðsáhugi
Jóhanns er hann var við nám á kristilegum æskulýðsskóla í Danvík í
Noregi. Þar kynntist hann og þeirri stúlku er átti eftir að verða kona
hans. Hún hafði þá þegar ákveðið að gerast kristniboði og átti vafalaust
sinn þátt f að vekja áhuga Jóhanns á því málefni. Faðir hennar var einn af
stofnendum skólans, og Þorsteinn, bróðir hennar sem var trúboði á
Madagaskar, kom þangað og talaði. Var allt andrúmsloftið á skólanum í
Danvík allt til þess fallið að örfa til kristniboðsstarfa. Frá Danvík lá leið
Jóhanns á kristniboðsskóla í Stavangri (Misjonshógskolen). Þaðan lauk
hann stúdentsprófi með besta vitnisburði.3 Varð Jóhann efstur við prófið,
fékk ágætiseinkunn í fimm tungumálum og verðlaun frá frönsku félagi
fyrir frammistöðu í frönsku. Þetta sama ár birti Jóhann nokkrar greinar
um kristniboð í Bjarma. í einni af þessum greinum nefnir hann Kína
meðal þeirra landa þar sem kristilegar vakningar eigi sér stað „einmitt
nú.“
íslenskt kristniboð í Kína
Ekki er vafi á því að Ólafur Ólafsson kristniboði,4 sem var við kristniboð
í Kína á árunum 1921-1935 ásamt Herborgu, hinni norsku konu sinni,
hefur haft áhrif á Jóhann. Var Ólafur óþreytandi við að skrifa fréttir frá
Kína iBjarma og hvetja aðra til kristniboðsstarfa. Á árunum 1921-1935
ritaði hann 65 umburðarbréf til kristniboðsvina heima á íslandi. Hefur
því verið haldið fram að tildrögin að stofnun Sambands íslenskra kristni-
boðsfélaga árið 1929 hafi verið áhuginn „sem vaknaði við komu Ólafs
Ólafssonar, kristniboða, er hann kom heim í hvíldarleyfi frá Kína og
ferðaðist hér um land 1928.“5
2 Sjá einkum grein séra Jónasar Gíslasonar hér að aftan.
3 Sjá frétt í Bjarma 15. ágúst 1933.
4 Sjá einkum Ólafur Ólafsson, Fjórtán ár í Kína Samband íslenskra kristniboðsfélaga
Rvk. 1938 og grein Guðmundar Óla Ólafssonar „Ólafur og Herborg“ í Lifandi
steinar. Afmœlisrit gefið út í tilefni sextíu ára afmœlis Sambands (slenskra
kristniboðsfélaga 27. september 1989, (ritstj.) Þórarinn Bjömsson. Rvk. 1989, s.
129-146.
5 Þessu heldur Bjami Eyjólfsson fram í grein sem hann ritaði í Bjarma árið 1969 í
tilefni af fertugsafmæli sambandsins.
26