Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 29

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 29
Að leggja nýtt land undir konungsríki Jesú Krists Ólafur Ólafsson var þó ekki fyrsti íslenski kristniboðinn í Kína. Sá heiður fellur í skaut Steinunnar Jóhannesdóttur Hayes (1870-1960).6 Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að taka prestsvígslu. Hún hélt 18 ára gömul til Ameríku, lauk guðfræðiprófí í Chicago. Eftir að hafa um hríð starfað sem prestur í Indíana og Oregon hóf hún að lesa læknisfræði í Los Angeles og lauk þar fjögurra ára námi. Þar kynntist hún manni sínum, Charles Arthur Hayes. Gengu þau í heilagt hjónaband í febrúar 1902 og voru átta dögum síðar lögð af stað til Kína til að gerast krismiboðar. Störfuðu þau þar í nær 40 ár, lengst af í tengslum við sjúkrahús sem margar kristniboðshreyfingar starfræktu saman í Kanton í Suður-Kína. Sátu þau lengi í fangabúðum Japana en sluppu þaðan árið 1942 í skiptum fyrir japanska fanga. Dýrmætir eiginleikar bernskuáranna Þegar í bemsku höfðu gert vart við sig eiginleikar hjá Jóhanni er áttu eftir að koma í góðar þarfir þegar kristniboðsköllunin hafði verið mót- tekin. Valgerður systir hans minnist þess hversu kjarkmikill hann var sem bam. Hún man sérstaklega eftir því að hann hafði aldrei á móti því að fara sendiferðir á bæi. Fólk á öðmm bæjum hafði orð á því að hann væri ótrúlega fróðleiksfús, og sérstaka athygli vakti að hann spurði um útlönd. Það var til marks um kjark hans að átta ára gamall fór hann með heybandslest klukkustundar leið yfir fjall „úr dalnum, sem svo var kallaður, og heim að Stóra-Hálsi, einn með þrjá hesta.“7 Hann var sendur með öll fundarboð á milli bæja og var alltaf tilbúinn að fara. Síðar á lífsleiðinni birtist þessi sami eiginleiki í því að hann var óhræddur við að fara langar leiðir gangandi á milli bæja í Kína með annars konar fundarboð: kristniboðið. „Aldrei hefi ég haft verði með mér á ferðum mínum, og hefi ég þó oft ferðast á næturþeli, þar sem erlendir menn hafa ekki áður komið, og látið fyrir berast á ókunnum stöðum, og þó aldrei verið áreittur,“ skrifar Jóhann í einni greina sinna um Kína.8 Áhugi bemskuáranna á framandi löndum er líka eftirtektarverður þegar haft er í huga að það átti fyrir Jóhanni að liggja að dveljast langdvölum í því landi sem lengst af hefur verið hvað fjarlægast í hugum íslendinga. Kynnin af Karli Barth Hér verður ekki frekar dvalið við æsku- og uppvaxtarár Jóhanns eða undirbúning hans undir starfið á kristniboðsakrinum, enda em því gerð skil annars staðar í þessu hefti. Aðeins skal á það minnt hve mikið nám hann lagði á sig áður en lagt var upp, ekki aðeins námið á kristniboðs- skólanum í Stavangri heldur einnig guðfræðinám við Háskóla íslands sem 6 Sjá Lifandi steinar. Afmcelisrit gefið út í tilefni sextíu ára afmœlis Sambands (slenskra kristniboðsfélaga 27. september 1989, (ritstj.) Þórarinn Bjömsson. Rvk. 1989, s. 39-40. 7 Samtal við Valgerði systur Jóhanns. 8 „Dr. Karl Ludvig Reichelt og kristniboð hans.“ Kirkjuritið 13/1947, s. 47-59, s. 49. 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.