Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 32

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 32
Gunnlaugur A. Jónsson flugvélum. Þau komust þó klakklaust á leiðarenda og dvöldu fyrst í Yiyang í Húnan-fylki. Voru þau þar um skeið til að æfast í málinu og kynnast kristniboðsstarfinu af eigin raun, en þar voru aðalstöðvar Norska kristniboðsfélagsins (Det norske misjonsselskap, NMS). Aðstaða norsku kristniboðanna varð mjög alvarleg eftir að Noregur var hemuminn í apríl 1940 þar sem ekki var unnt að senda neina peninga frá Noregi eftir það. Bmgðust kristniboðamir við með því að skera niður laun sín um 50% en urðu jafnframt að segja upp allmörgum af kínverskum starfs- mönnum sínum. í ársbyrjun 1941 birtist næsta bréf frá Jóhanni í Bjarma,17 og er hann þá kominn á þær slóðir þar sem þeim hjónum var ætlað að starfa. Þegar bréfið er skrifað em þau stödd á 1200 metra háu fjalli, „Himin- hvelfingarfjallinu,“ þar sem Norska kristniboðsfélagið átti sumardvalar- stað, sem kristniboðamir notuðu um hásumarið þegar hitinn niðri á undirlendinu var 35-40 stig en ekki nema 25-26 stig uppi á fjallinu. Kveðst Jóhann nota tímann til að læra mállýsku þá sem töluð sé í héraðinu en hún sé allólík ríkismálinu, sem þau hafi áður lært. Þriðja bréfið frá Jóhanni birtist í apríl 1941 en var skrifað 13. október 1940 í Yiyang. Þar þakkar hann fyrir peningasendingu frá íslenskum kristniboðsvinum að upphæð £ 46 (1200 ísl.kr.) og segir að „með þeim launum, sem nú greiðast hér, nægir mér þetta í hálft ár.“18 Eiginlegt kristniboðsstarf þeirra hjóna hófst í Sinhwa í Húnan-fylki. Starf Norska kristniboðsfélagsins í Húnan-fylki Húnan-landshlutinn er 216.720 ferkílómetrar, og var íbúatalan um 30 milljónir. Þrátt fyrir að þessi landshluti væri mjög frjósamur með ógrynni af kolum og málmum í jörðu var fólk yfirleitt fátækt, og vom ástæður þess að sögn Jóhanns afturhaldssemi, óstjóm og borgarastyrjöld á fyrri tíð.19 Norska kristniboðsfélagið hafði átta kristniboðsstöðvar í Húnan. Hinir kínversku söfnuðir vom 78 talsins, og fór þeim fjölgandi. Auk þess vom allmargir kristnir smáflokkar. Við hverja kristniboðsstöð vom a.m.k. tveir kristniboðar, prestur og kventrúboði, er vann sérstak- lega meðal kvennanna. Starfssvæðinu var skipt þannig að allstórt hérað lá að hverri kristniboðsstöð. Kristniboðamir ferðuðust reglulega um svæðið og heimsóttu söfnuðina og boðuðu Guðs orð og leituðust við að lagfæra það sem aflaga hafði farið. Allt var gert í samstarfi við hina kínversku kirkju, og litu kristniboðamir á það sem þýðingarmesta hlutverk sitt að mynda alveg sjálfstæða kirkju, sem gæti staðið þegar þeir yrðu kallaðir heim. 17 „Til íslenzkra kristniboðsvina." Bjarmi 35,2/1941, 15. jan., s. 1. !8 „Bréf frá Kína.“ Bjarmi 35,7/1941, 1. apríl, s. 1. 19 „Starfsskýrsla kristniboðans.“ Bjarmi 35,10/1941,15. maí, s. 3. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.