Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 38
Gunnlaugur A. Jónsson
Kínverjar hafa hrundið mörgum áhlaupum á ýmsum stöðum.“27 í bréfi
sem Jóhann skrifaði í maí 1943 lýsti hann árás Japana á norðurhluta
starfssvæðis Norska kristniboðsfélagsins. „Varð af þeirri árás glundroði
mikill og allmiklar tafir fyrir starf vort og manntjón mikið í hemum. En
stöðvar vorar biðu ekki neitt tjón. Aftur á móti leið finnska kristniboðs-
starfið allmikið á þeim tíma,“ skrifar Jóhann.28
í ársbyrjun 1944 var allt rólegt og kyrrt á starfssvæði þeirra í Sinhwa-
héraði þó ekki væm óvinimir langt undan. Skilyrðin til kristniboðsstarfs
í Sinhwa vom þá næsta góð ef miðað er við að styrjöld var í landinu.
Jóhann heimsótti söfnuðina, hélt biblíuvikur og fundi, veitti sakramentin
og heimsótti marga kristna menn í sveitunum. í Chumei-söfnuði vom 15
skírðir og 2 fermdir af Jóhanni. í Chouki, þar sem enn var ekki
söfnuður, voru níu skírðir og í nágrannasöfnuði voru fjórir skírðir.
Jóhann heimsótti þessa staði og ýmsa aðra fótgangandi eins og áður og
hafði af ferðinni mikla ánægju.29
Ástandið versnar
í maí 1944 fór ástandið í nágrannasveitunum mjög að versna. Hersveitir
Japana gerðu innrás og fjölmargir kristniboðar urðu að yfirgefa stöðvar
sínar. Hundmð þúsunda manna urðu öreigar á fáeinum vikum og flúðu í
skelfingu til þeirra staða sem ennþá vom frjálsir. Komu þá margir
flóttamenn til Sinhwa og jókst þá starfið á kristniboðsstöðinni því liðsinna
þurfti mörgum flóttamönnum, ekki síst kristnum Kínverjum. En einnig
komu aðrir kristniboðar, einkum Bandaríkjamenn, og þótti Jóhanni
ánægjulegt að geta orðið þeim að liði. Biskup Norska kristniboðsfélagsins
og féhirðir tóku sér einnig bústað á stöðinni í Sinhwa.
Vöm landsmanna, sem jafnan áður hafði verið hreystileg á þessum
slóðum, brást algerlega að þessu sinni. Hver borgin á fætur annarri féll í
hendur Japana með stuttu millibili. Leit um tíma illa út fyrir starfssvæði
þeirra hjóna, en í júlímánuði batnaði ástandið allmikið. Fóm þau þá í
sumarfrí um mánaðartíma upp á Tienchaofjallið, áðumefndan sumar-
dvalarstað sem Norska kristniboðsfélagið átti. Þaðan var mjög gott útsýni,
og hægt var að fylgjast með bardögum á milli flugvéla Japana og
Bandaríkjamanna. Við þær aðstæður réðu kristniboðamir ráðum sínum.
Flóttinn eftir Gula fljótinu
í janúar 1945 birtist frétt í Bjarma um Jóhann Hannesson, en þá hafði
ekkert heyrst frá honum lengi. Utanríkisráðuneytinu hafði borist svo-
hljóðandi símskeyti frá sendiherra íslands í London:
27 „Frá kristniboðsakrinum 1942.“ Bjarmi 37,12/1943, ágúst, s. 2.
2^ „Frá kristniboðanum í Kína.“ Bjarmi 38,4/1944, 5. júní, s. 4.
29 „Góðar fréttir. Bréf ffá Kína.“ Bjarmi 39,7/1945, 6. apríl, s. 2.
36